Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 252
246
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
honum eðlislægt eða meðfætt, bundið heilastarfsemi hans. 13 í kenningum
Lévi-Strauss og líkönum ber t. d. mikið á tvenndinni menning: náttúra og
gengur þetta aftur í líkönum Hastrup. Því miður gerir hún ekki grein fyrir
þessu né að hve miklu leyti hún sækir hugmyndir til Lévi-Strauss og hver
afstaða hennar er til kenninga hans. Slík greinargerð hefði orðið lesendum
til hagræðis og e. t. v. gert þeim auðveldara að skilja hvernig Hastrup notar
líkönin en það er oft fjarska óljóst. A meðan líkön Lévi-Strauss virðast vera
nákvæm, nánast stærðfræðileg, eru líkön Hastrup lausleg og fljótandi.
Þegar mannfræðingar kanna framandi þjóð á vettvangi, er þeim ætlað að
dveljast langdvölum með henni, læra mál hennar til hlítar og afla sér upp-
lýsinga með fyrirspurnum. Smám saman uppgötva þeir kerfi og hvernig
þau starfa og lýsa þessu. Lýsingin er miðuð við samtíma.14 Hastrup getur
ekki spjallað við þjóðveldismenn en til grundvallar lýsingu sinni á kerfi og
störfum þjóðveldisins velur hún einkum lögin og gerir ráð fyrir að þau lýsi
veruleika um miðbik þjóðveldistímans (bls. 208). Jafnframt gerir hún ráð
fyrir að lögunum hafi verið brey tt alloft og þykist geta hent reiður á því. En
þótt lög hafi verið skráð um 1120 eru varðveittar skrár aðallega frá miðri 13.
öld. Hvað var skráð og hvað var ekki skráð og hvaða gildi höfðu svonefnd
nýmæli sem eru mýmörg? Af hverju er svo mikill munur á efni varðveittra
handrita? Jesse Byock rekur þessi vandamál og ritar m. a.: „The law was
not a set code that everyone was expected to obey but a group of rules that
individuals could use to their advantage or turn to the disadvantage of
others“ (bls. 20-21). Sé þetta rétt, sem kann að vera, eru lögin varla mjög
góðar heimildir um íslenskan veruleika á þjóðveldistíma. Byock ætlar að
lýsing laganna á dóms- og þingakerfi fari nærri því sem gilti á 10. öld, eða
sér ekki ástæðu til að halda annað (bls. 23-4). Hastrup tekur ekki á þessum
vandamálum og umfjöllun hennar um ættarkerfið svífur í lausu lofti af því
að hún svarar ekki spurningum um það hvenær kerfið gilti og af hverju það
er svo ósamstætt og flókið. Tvennt virðist koma til greina, annars vegar að
mismunandi ættarveldi megi rekja til þróunar, sumt sé eldra en annað og
virðist sem mannfræðingar finni oft dæmi um slíka þróun frá einu ættar-
kerfi til annars þar sem ýmsu ægir saman vegna breytinga sem ekki eru um
garð gengnar á byggðarháttum eða í samfélagsskipan.15 En hins vegar má
vera að reglur um ættir hafi verið hafðar mismunandi á sama tíma eftir því
hvort miðað var við arf, vígsbætur eða framfærslu og virðist mér að
Hastrup telji fremur að svo hafi verið (bls. 101—4). En þá hefur ættin sem
slík ekki haft neina afmarkaða, félagslega stöðu. Til að skera úr þessu þarf
mikla og nákvæma rannsókn sem getur ekki byggst á lögum eingöngu.
Þótt athugun í fyrri bókarhluta eigi að vera synkrónísk, kemur fram aft-
ur og aftur hversu mikil óvissa ríkir um tímann sem miða skal við, þannig
að Hastrup reynist örðugt að halda sig við samtímasnið, einkum í kaflanum
um félags- og stjórnkerfi (sbr. bls. 106, 107, 108, 117, 124).
Mannfræðingar hafa átt við þann vanda að glíma að vera „of seint“ á
ferðinni í könnun sinni á einföldum („frumstæðum") þjóðfélögum, þau