Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 196
190
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
vígismenn hinna eldri kaupstaða höfðu einkum lagt áherzlu á sjálf-
stæði bæjarfélagsins í fjármálum og þá sérstaklega skírskotað til
örrar atvinnuþróunar. Forvígismenn hinna yngri - þeirra fimm
sem hér eru til umfjöllunar - héldu einkum fram kostnaði hrepps-
ins við sýslutengsl sem væri óeðlilega mikill miðaður við ávinning
og nauðsyn á bættri þjónustu ríkisvaldsins á sviði stjórnsýslu og
dómgæzlu. Hafði verið föst venja, þótt ekki styddist við neinn
lagabókstaf, að skipa sérstakan bæjarfógeta með föstu aðsetri í
kaupstöðum, en breyta starfsheiti sýslumanns þar sem hann var
fyrir.6 En frá þessu var horfið 1974 vegna kostnaðar. Auk þess réð
hreinn metnaður að einhverju leyti afstöðu manna.7
Þá fengu sex hreppar heitið bær árið 1987 og 1988, um þær
mundir sem verið var að afnema mun þann sem var á réttarstöðu
sveitarfélaga. En nú var orðið mun auðveldara en áður að koma
fram slíkri breytingu þar sem ekki þurfti annað til en samþykkt
sveitarstjórnar og staðfestingu félagsmálaráðuneytis, ef kröfum
um lágmarksíbúafjölda var fullnægt, sbr. 10. gr. sveitarstjórnarlag-
anna sem áður er vitnað til. Hér voru engir áþreifanlegir hagsmunir
í húfi, heldur virðist sá metnaður hafa knúið á að því fylgdi meiri
virðing að búa í bæ en hreppi, það styrkti vitundarsamstöðu
manna, skapaði „bæjarvitund“ og yki samheldni, en það örvaði til
athafna.
V
Um síðustu aldamót bjó 79,2% þjóðarinnar í strjálbýli og hinum
minni þéttbýlisstöðum, en 20,8% í þéttbýlisstöðum með 200 íbú-
um eða fleiri. Árið 1980 hafði dæmið snúizt við og vel það. Þá bjó
88,3% þjóðarinnar í þéttbýli, en 11,7% í strjálbýli. Það er því ljóst
að þéttbýli hefur nú náð yfirhöndinni.8 Ahrif dreifbýlisins sem
lengi vel voru mjög mikil fara nú óðum dvínandi; reyndar á öll
landsbyggðin, hvort heldur er þéttbýli eða strjálbýli, í vök að verj-
ast fyrir Reykjavíkursvæðinu.
Lítil og vanmegnug sveitarfélög eru landsbyggðinni mikill fjötur
um fót. Smæð sveitarfélaganna hamlar því meðal annars að verk-
efni verði flutt frá ríki til þeirra og tefur fyrir málalyktum um
verkaskiptingu. Stækkun sveitarfélaganna er því mikið hags-
munamál landsbyggðarinnar. Með lagasetningu hefur verið reynt