Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 170
164
ÖRN ÓLAFSSON
SKIRNIR
talað um steinlögð stræti (sem ætti raunar betur við um borgir
meginlandsins en Reykjavík upp úr 1930). Hitt er þó athyglisverð-
ara, að borgin er persónugerð, til að sýna að hún stjórnist af ákveð-
inni stefnu: „Skapgerð hennar er miskunnarlaus [. . . hún] táknar
hraða sinn með rafmagnssveiflunum [. . .] sem varpa út orði
hennar“ o.s.frv. Hér eru og dregin fram nútímaleg einkenni
hennar: útvarp, rafmagn, gufuskip. Og niðurstaðan af þessu
verður: „Höfuðborgin er þeim einum góð sem [. . .] troða aðra
undir“, þeim þjónar aðdráttarafl hennar, húsin og mannfjöldinn.
Hér kemur fram ákveðin hneigð, sósíalísk túlkun þjóðfélagsins.
En það er enn innan ramma yfirlitsmyndar úr fjarlægð, sem má þá
áfram þykja hlutlæg. Hinsvegar fer nú sögumaður (í 3. persónu)
smám saman að segja sína skoðun. Hann dregur fyrst og fremst
fram ranglæti stéttaþjóðfélagsins, svo sem að árrisul erfiðiskona
hljóti aðeins ólífvænleg laun og óboðleg húsakynni, ólíkt hóglífum
málafærslumanni sem hún þjónar. Þetta kemur sveitamaðurinn
ekki auga á, segir sögumaður, og skýrir með þeirri almennu at-
hugasemd, að óhamingja sjáist lítið á götum úti. Orðalag sögunnar
lætur ekki í ljós afstöðu til þessa.
Auk svona upplýsinga birtist nú sósíalísk hneigð sögunnar einn-
ig óbeint, m. a. í því, að sveitamaðurinn er látinn hugsa um borgina
og þá koma nokkrar spurningar um grundvallaratriði, sem róttæk-
um sósíalistum fannst að öreigar ættu að velta fyrir sér, m. a.:
„Hvers vegna var svona erfitt að fá venjulega vinnu í höfuðborg-
inni? Hví gat höfuðborgin frekar borgað mönnum fyrir að gera
ekki neitt, annað en að ganga borðalagðir um göturnar, en þeim
sem unnu á eyrinni?“ „Til hvers voru allir þessir lögregluþjónar ef
þeir áttu ekki að koma í veg fyrir þessi og önnur lagabrot", svo sem
leynivínsölu konunnar sem sveitamaðurinn býr hjá?
Slíkum spurningum svarar konan og er ekki rakið hvernig hún
réttlætir þjóðskipulagið, en hinsvegar er í beinni ræðu áróður
hennar gegn bolsunum, sem bera fram slíkar spurningar. Hann er
þá að hluta augljóslega rangur, svo sem að þeir hafi valdið því að
dóttir hennar var handtekin fyrir þjófnað. Það atriði verður þá til
að lesendur taka með fyrirvara öðrum fullyrðingum hennar, svo
sem að bolsarnir valdi atvinnuleysinu með því að koma af stað
verkföllum. En sú fullyrðing var almennur málflutningur margra