Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 54
48
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
sjálfstæð kona í verkum hans, þá á ég ekki við að hann fjalli beinlín-
is um bakhlið sína - heldur hina hliðina. Inn í þetta fléttast á marg-
slunginn hátt dulin ásthneigð sjálfsins til sín eigin sjálfs. Þeim
flækjum er afar erfitt að lýsa í bókmenntum og enn erfiðara að
koma auga á þær í lífinu, vegna þess að mannveran er í innsta eðli
sínu dauðhrædd við sjálfa sig og neitar að viðurkenna sinn rétta
lífstexta. I stað þess birtir hún hann á táknmáli sem aðeins örfáir
skilja til fullnustu, ef einhver gerir það, vegna þess að í tungunni og
einkum í skáldskaparmálinu eru slíkar hillingar að allt verður sem
í tíbrá á heillandi vordegi. Tungumálið er hillingar öðru fremur. Eg
vík að ástæðunni fyrir þessu í lok erindisins, þegar ég reyni að
komast að tímabundinni niðurstöðu varðandi djúpstæða merkingu
ásthneigðar okkar, eins og hún birtist í hinni gyðinglegu og kristnu
trúarleynd.
Ein tegund af ásthneigð mannsins er þörf hans fyrir að hafa and-
leg og kynferðisleg mök við fólk af sama kyni, sem birtist í ást
karlmanna til annarra karlmanna og ást kvenna til kvenna - eða það
sem algengast er, að ásthneigðin beinist ýmist til fólks af sama kyni
eða gagnstæðu. Þetta er stór þáttur í þykjustuleik náttúrunnar, sem
hin gyðinglega kristna trú hefur fordæmt og flokkað undir villu
sem hefur oft á ýmsum tímum verið refsað með lífláti, einkum í
hinum siðaða nútíma.
Höfuðeinkenni á bókmenntum sem fjalla um samkynhneigt fólk
eru þau að þótt þær kunni að vera skrifaðar af slíku fólki, og jafnvel
einkum ef svo er, hafa persónurnar í þeim engan rétt til að njóta un-
aðar nema hann sé blandinn kvöl, eða kvölin ein fylgir samkyn-
hneigðinni. Svo rótgróin er sú skoðun að slík ásthneigð sé afbrot,
glæpur gegn náttúrunni og mannlegu eðli. Af þessum sökum hafa
biblíuleg viðhorf verið miklu langlífari í þannig bókmenntum en
öðrum, og jafnvel viðhorf bændasamfélagsins um notagildi sam-
fara. Þar af leiðandi eru þær venjulegar afturhaldsbókmenntir sem
ganga sjálfviljugar en með stöku kveini undir ok viðtekinna skoð-
ana. Á ritvellinum er samkynhneigðu fólki lýst eins og það jaðri við
að vera afbrotamenn í hvívetna, ástir þess þrífast því frjálsar aðeins
innan veggja fangelsanna, í hópum afbrotamanna eða utangarðs-
fólks. Þverstæður í frelsi mannsins verða þar af leiðandi hvergi jafn
augljósar og í slíkum bókmenntum: í fangelsinu var frelsið mest. Ef