Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 82
76 GUÐRÚN NORDAL SKÍRNIR
Sturla notar t. d. oft drauma í fslendinga sögu til að undirstrika sið-
ferðilega gagnrýni.
í miðaldabókmenntum er algengt að nota drauma í tengslum við
pólitískt efni. Þeir gáfu höfundi vissa fjarlægð frá því efni sem þeir
skýrðu frá. Hvorki höfundurinn, né sá sem upplifði drauminn, bar
ábyrgð á því sem sagt var í honum og þetta sjálfstæða tilverustig
drauma gerði þá hentugt form til gagnrýni. Draumarnir vekja les-
anda eða áheyranda einnig til umhugsunar um siðferðilega undir-
tóna viðburðarins sem í hönd fer. Fyrir Orlygsstaðabardaga er
vitnað í röð drauma (svo og lausavísna), sem birtast alþýðu manna,
í þeim tilgangi að kasta skugga alvörunnar yfir atburðina, áður en
þeir dynja yfir (416-28). En Sturla Þórðarson skýrir einnig frá-
draumi sem hann dreymir sjálfan tveimur dögum fyrir bardagann.
Hann segir drauminn frænda sínum Sturlu Sighvatssyni:
Mik dreymði þat [...] at ek var í Hvammi á föðurleifð minni, ok þar várum
vér allir fyrir handan ána upp frá Akri. Kross stóð hjá oss á holtsmúlanum,
hár ok mikill. Þá þótti mér hlaupa skriða mikil ór fjallinu, ok var smágrjót
í - allt nema einn steinn. Hann var svá mikill sem hamarr hlypi at oss, ok
þótti mér undir verða margt várra manna, ok margt komst undan. (422)
Draumurinn angrar Sturlu Sighvatsson og hann víkur hrollvekj-
andi hugsun frá sér með orðunum: „Oft verðr sveipr í svefni“
(422). Robert J. Glendinning, sem skrifað hefur rækilegast um
notkun drauma í íslendinga sögu, túlkar drauminn sem drottins-
dóm yfir hrokafullum og einstrengingslegum gerðum Sturlu og að
tilsvar Sturlu tákni að þannig skilji hann einnig merkingu hans.20
Morguninn fyrir Örlygsstaðafund segir Gissur Þorvaldsson fé-
lögum sínum frá því að hann hafi um nóttina dreymt föðurbróður
sinn Magnús biskup Gissurarson, og segir með öryggi sigurvegar-
ans: „Betra þykkir mér dreymt en ódreymt“ (429). Gissur hvetur
síðan menn sína til orrustu með því að minnast hugrekkis Sverris
konungs og Birkibeina.21 Þegar frásögnin víkur til Sturlu er and-
stæðan milli höfðingjanna skörp. Sturla er enn ekki á fótum: „Sturla
vaknaði, þá er skammt var sól farin. Hann settist upp ok var sveittr
um andlitit. Hann strauk fast hendinni um kinnina ok mælti: „Ekki
er mark at draumum““ (430). Hann skýrir ekki frá draumnum, sem
er ekki góðs viti,22 en strýkur andlitið þar sem Gissur heggur hann