Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 110
104
GEORG BRANDES
SKÍRNIR
bærilegar við persónurnar í leikverkum Oehlenschlágers, nema
hvað þær eru jafnvel enn ójarðneskari, já svo til líflausar. Ég á hér
við skáldsögur Ingemanns. Lífsreynslan og lífskönnunin sem þær
byggja á eru afar ómerkilegar. Þessi verk hafa annað vægi, en þau
eiga ekkert erindi við lífið, enda þótt þau heyri til þeirri grein bók-
menntanna sem hefur að öðru leyti haft mikið hagnýtt gildi. Þau
teljast til vafasamrar og nú svo til úreltrar bókmenntagreinar sem er
innflutt frá Skotlandi, það er sögulegu skáldsögunnar. Hún var
sköpuð af miklum íhaldssegg og spratt upp í tíðarhætti sem sótti,
eins og vor eigin, hugsýnir sínar til fortíðarinnar.
Allir stórviðburðir aldarinnar koðna niður í slíkum tíðaranda.
Þegar gríska frelsisstríðið braust út hafði það í för með sér slíkar
breytingar innan franskra og þýskra bókmennta að heilu stefnurn-
ar liðu undir lok og nýjar risu. I þessum löndum leiðir stríðið til
þess að kynslóð höfunda snýr við blaðinu og gengur í lið bylting-
armanna. Hér verður það tilefni þess að menn yrkja mörg fögur
ljóð, en það setur tæpast önnur spor í danska ljóðlist en þær frægu
línur í Kong Salomon og Jorgen Hattemager: „Hvaða álit hefur
herra baróninn á málefnum Grikkja?"8 Viðburður á borð við júlí-
byltinguna 1830 hefur þau einu áhrif á jafn áræðið og frjálslynt
skáld og Poul Moller að hann minnist hennar í því annars fallega og
dæmigerða kvæði „Kunstneren mellem Oprorerne". Það er ljóð
sem í hlýðni sinni og fagurfræðilegu afskiptaleysi um atburði um-
heimsins - í óendanlegri fyrirlitningu á öllum samfélagshræringum
- endurspeglar tíðarandann hér heima á þessum tíma. Fyrir Poul
Moller voru byltingarnar persónugerðar í „tveimur frjálslyndum
drengjum og lömuðum ritstjóra“. Skáldskapur Byrons, sem mark-
aði stefnuna á þessum helmingi aldarinnar og festi rætur um ger-
vallan heim við tígulegt andlát skáldsins, barst einnig til Danmerk-
ur, en hér eru leiktjöldin ein notuð. Menn gæta þess að tileinka sér
hvorki hugmyndirnar né manngerðirnar. Eitt göfugasta og hrif-
næmasta ljóðskáld vort, biskupssonurinn Frederik Paludan-
Muller, tekur upp bragarhættina, hrynjandina og geðhrifsbreyt-
ingarnar, skrúðleg umskipti milli viðkvæmni og háðs í sögukveð-
skap Byrons, en aðeins til að nýta þetta form sem búning fyrir arf-
teknar hugsanir og tilfinningar. Hann hellir gömlu víni á nýja belgi