Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 235
SKÍRNIR
SEGÐU ÞAÐ Á ÍSLENSKU
229
og ennfremur:
Þýðandinn þarf að byrja á því að greina textann og glöggva sig á eðli
hans til að geta valið honum búning við hæfi (bls. 117, skáletrun
mín).
Þýðingargagnrým og þýðingarfræði
Þýðingargagnrýni býður upp á prýðileg og auk þess sérlega að-
gengileg tækifæri til að skerpa meðvitund manna um málið sem þeir
tala. Um leið víkkar hún sjónarsvið gagnrýnandans varðandi mál-
farslegar og aðrar hliðar bókmenntaumfjöllunar.8
Það fer varla fram hjá neinum að bók þeirra Heimis og Höskuldar er prýði-
lega fallin til að gera lesendur meðvitaðri um málnotkun sína almennt, auk
þess að aðstoða þá við að forðast algengustu mistök í þýðingum.
Þeir hafa hins vegar ekki svigrúm til að fara langt út í ýmsar torræðar
spurningar í þýðingarfræði, og því gerir bókin suma hluti e. t. v. nokkuð
einfalda. I viðleitni sinni til að vera aðgengileg, jafnvel sem námsbók, verð-
ur hún einum of ráðagóð og jákvæð, lætur líta svo út sem þýðingar séu
nokkuð „vélrænar" og hægt sé að ganga að þeim eins og hverju öðru hand-
verki, en höfundar viðurkenna sjálfir að þetta sé „talvert fjarri raunveru-
leikanum" (bls. 75). Og jafnvel handverksþáttur þýðingarstarfsins krefst
þekkingar og reynslu sem ekki verður aflað á einni nóttu.
Fræðsla og umræða um þýðingar og gagnrýni á einstök verk ætti líka að
vera þáttur í tungumála- og bókmenntakennslu almennt. Það getur að vísu
reynst erfitt að aðskilja umfjöllun um þýðingarfræði frá mörgum öðrum
fræðigreinum, en það þarf ekki að rýra gildi hennar. Meðal þess sem gerir
þýðingarfræði bæði erfiða og spennandi sem viðfangsefni eru tengsl hennar
við svo mörg önnur svið: almenn og sérhæfð málvísindi, þýðingasögu,
boðskiptafræði, merkingarfræði, heimspeki og rökfræði, félagsfræði,
mannfræði o. fl.
Þýðingargagnrýni og fræðileg umræða um þýðingar gefa okkur þannig
ágæt tækifæri til ræða tengsl máls og menningar frá mörgum hliðum, til að
auka málmeðvitund og til að bæta málnotkun. Sem brautryðjendaverk í
þessari umræðu á íslandi á bókin mjög brýnu erindi að gegna.
Tilvísanir og heimildir
1. John Denham, tilvitnun í E. Nida: Toward a Science of Translating,
Leiden 1964, bls. 145.
2. Sigurður Nordal: „Þýðingar“, Skírnir, 1919, bls. 53.
3. Alþingistíðindi 1980-81 A, bls. 1690.