Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 49
SKÍRNIR UM ÁSTHNEIGÐ í BÓKMENNTUM
43
hvenær sem leið að þessum þörfum líkama og sálar í bókum, varð
annað hvort listrænt myrkur eða gripið til kaflaskila sem klipptu á
söguþráðinn og samlífið og höfundar létu lesandanum eftir að
stunda fagurfræðilega sjálfsfróun fram að nýjum kafla. I honum
var venjulega allur losti um garð genginn og kannski hafði liðið ára-
tugur í lífi persónanna. Og tunga okkar er líka svo skírlíf að hún á
varla verulega haldbært orð yfir erótík. Þótt ég noti hér orðið ást-
hneigð veit ég að það nær ekki fullkomlega yfir erótíkina.
I svonefndum erótískum bókmenntum, ef þær hafa ómengaða
atburðarás, er áðurnefndu innra tauti, kveikju skáldskaparins,
beint að sérstökum þætti í fari okkar og hneigðum og um hann
fjallað í fremur þröngu samhengi fýsna líkamans fremur en hann sé
látinn vera einhver ríkasti þáttur í félagslegum athöfnum okkar.
Astleitni tveggja eða fleiri líkama er gefinn sérstakur gaumur, elleg-
ar óskhyggju hugarins og líkamans öðru fremur. Geta líkamans til
að njóta unaðar og ásta er mögnuð, ýkt til hins ýtrasta, og í lokin
hlýtur hann, þökk sé orkusóun og erfiði, undarlega lausn, taum-
lausan unað sem eyðist í sjálfum sér, hefur engan hagnýtan tilgang,
leiðir sjaldan til getnaðar og barneigna: hefur ekkert gildi annað en
sitt eigið gildi. Unaðurinn er í senn upphaf og endalok í fullnæging-
unni. En þegar öllu er á botninn hvolft nýtur hans aðeins annar
líkaminn, ef tveir leika sér saman, þótt hann hljótist fyrir atbeina
þess sem ekkert fær annað en kannski ánægjuna yfir að hafa útspýtt
sér, eins og algengt er, að sögn, um líkama konunnar. Af þessu leið-
ir að fullnæging mannsins er æðsta stig einsemdarinnar og huglæg
blekking, afleiðing af vissri tegund af sjálfsfróun sem er ekki talin
til synda í hinum kristna heimi, vegna þess að konulíkaminn er með
í spilinu. Það að einhver lætur annan fróa sér eða hann fróar sér í
öðrum, án þess hann skeyti um unað þess sem fróar, telja kristnir
menn ekki til syndar ef fróunartækið er líkami konu. Aftur á móti
er það synd ef líkamar af sama kyni leika sér í leit að unaði eða
fróun.
I kristnum sið var lengi litið á andlega fullnægingu sem hina einu
réttu og að hún væri hástig siðseminnar. Við þá iðkun var hugarfar
mannsins í sinni góðu trú í stöðugum samræðum við guð og sýndi
vilja hans undirgefni. Þá henti það í lok miðalda að engu var líkar
en sálin væri loksins búin að fá slíka fullnægingu (eða meira en nóg