Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 172
166
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Petta háð er rammi um ræðu kommúnista á fundinum, en í henni
eru verkamenn hvattir til að berjast gegn kauplækkunum, og vara-
lögreglumenn til að standa með verkalýðnum gegn auðvaldi og
ríkisvaldinu. I ræðunni ríkir allt annar stíll en endranær í sögunni,
stuttar málsgreinar fullyrðinga, svo sem tíðkast í ræðum, en einnig
flóknar, ritmálskenndar málsgreinar rökræðna: „Hinir ráðandi
menn þessa bæjarfélags, þessarar þjóðar, neyta allra bragða til að
velta byrðum kreppunnar, sem auðvaldið sjálft hefur skapað, yfir
á herðar binnar vinnandi stéttar.“ Söguhetjan verður síðan and-
vaka út af áflogunum og ræðunni, fellst á sjónarmið hennar, og fer
að líta á glæpi húsráðanda og dóttur hennar sem afleiðingu af
eymd, sem stafi af þjóðfélagsskipulaginu sem hann á að verja.
Þá skiptir sögumaður aftur um afstöðu, og virðist nú íhaldssam-
ur að nýju, e. t. v. til mótvægis við sinnaskipti söguhetjunnar:
Sem beturfer sofnaði hann út frá þessu áður en þessar hugsanir voru búnar
að gera hann að algerðum bolsa.
En aftur er þessi afstaða skjótt yfirdrifin í háð:
Nokkrir hdttsettir járnsmiðir og skipavélstjórar höfðu gerst svo lítilþœgir
að ætla að vinna fyrir strákana sem voru í verkfalli. [...] En slíkar ræður eru
brot á friði og reglu, svo tveir lögregluþjónar ráku hann [kommúnistann]
ofan af kassanum og börðu hann niður í götuna, spörkuðu þar í hann og
héldu áfram að berja hann þar sem hann lá. (bls. 86)
Slíkur níðingsháttur hlýtur að ofbjóða flestum lesendum og
hann ofbýður söguhetjunni, sem snýst kommúnistanum til varnar.
Söguhetjan er þá ofurliði borin og tugthúsuð, og á tæpri síðu í
sögulok kemur enn fram mismunandi afstaða sögunnar, hver af
annarri. Fyrst virðist hæðst að sinnaskiptum söguhetjunnar til
stéttarsamstöðu: hann „hrópaði sundurlaus orð um verkalýðsbar-
áttu og stéttarsvik“. Síðan er hæðst að lögregluforingjanum, hann
„glotti eins mikið og honum var óhætt til þess að valdsmannssvip-
urinn biði ekki tjón af því.“ Þá svarar Karl honum í ræðustíl, n. k.
ritmáli:
Eg mun aldrei finna hjá mér köllun til að berja stéttarbraður mína til óbóta
fyrir það eitt að þeir reyna með samtökum að knýja fram rétt sinn, svaraði
Karl eins og fullkominn bolsi.