Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 192
186
SIGURÐUR LÍNDAL
SKIRNIR
Eskifjardarkaupstadur skv. lögum nr. 19, 10. apríl 1974, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 22. apríl 1974. Var áður Eski-
fjarðarhreppur sem til varð við það að Reyðarfjarðarhreppi var
skipt í þrjá hreppa með stjórnarráðsbréfi nr. 49, dags. 25. maí 1907.
Dalvíkurkaupstabur skv. lögum nr. 20, 10. apríl 1974, sem öðluð-
ust þegar gildi, en voru birt 22. apríl 1974. Var áður Dalvíkur-
hreppur sem til varð við skiptingu Svarfaðardalshrepp í Dalvíkur-
hrepp og Svarfaðardalshrepp með bréfi félagsmálaráðuneytis nr.
203, dags. 19. desember 1945.
Njarðvíkurkaupstaður skv. lögum nr. 86, 24. desember 1975, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 31. desember 1975. Var áður
Njarðvíkurhreppur, en hann hafði orðið til við skiptingu Kefla-
víkurhrepps í Njarðvíkurhrepp og Keflavíkurhrepp með bréfi at-
vinnu- og samgöngumálaráðuneytis nr. 2, dags. 22. janúar 1942.
Garðakaupstaður skv. lögum nr. 83, 24. desember 1975, sem
öðluðust gildi 1. janúar 1976. Var áður Garðahreppur, en Alftanes-
hreppi hafði verið skipt í Bessastaðahrepp og Garðahrepp með
bréfi landshöfðingja nr. 144, dags. 17. september 1878.
Selfosskaupstaður skv. lögum nr. 8,2. maí 1978, sem öðluðust þeg-
ar gildi, en voru birt 18. maí 1978. Var áður Selfosshreppur. Hann
hafði verið stofnaðu með lögum nr. 52, 7. maí 1946, sem öðlast
skyldu gildi 1. janúar 1947 við sameiningu hluta af Hraungerðis-,
Sandvíkur- og Olfushreppi.
Ólafsvíkurkaupstaður skv. lögum nr. 34, 23. marz 1983, sem
öðluðust þegar gildi, en voru birt 30. marz 1983. Var áður Olafs-
víkurhreppur sem til varð við skiptingu Neshrepps innan Ennis í
Ólafsvíkurhrepp og Fróðárhrepp með stjórnarráðsbréfi nr. 69,
dags. 12. apríl 1911.
Meðstoðí2. mgr. 10. gr. sveitarstjórnarlaganr. 8/1986 semvitn-
að hefur verið til hér að framan, sbr. 3. mgr. 7. gr. og 49. gr. hafa
eftirtalin sveitarfélög breytt heiti sínu þannig að „bær“ kemur í stað
„hreppur".
Stykkishólmsbcer skv. auglýsingu nr. 213, 18. maí 1987, sem þegar
tók gildi, en var birt 22. maí 1987. Var áður Stykkishólmshreppur,