Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 88
82
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
skátt áður, en nú talar ein þeirra sem upplifði árásina berum orðum
og jafnar þessari heiftarlegu hefnd eiginmanns síns við þá vægðar-
lausu árás.
Fleiri aftökur eru í svipuðum dúr, þar sem sigurvegarinn neitar
að gefa fórnarlömbum sínum grið, t. d. aftaka Kolbeins og Þórðar
Sighvatssona á Örlygsstöðum. Kolbeinn er háðskur við menn sína,
þegar þeir halda að honum hafi verið hlíft, og spyr hvort þeir vildu
ekki „ „út ganga ok sjá högg stór?“ Þeim varð ekki á rnunni" (437).
Frændi bræðranna, Kolbeinn ungi Arnórsson, stjórnar aftökunni.
Kolbeinn Sighvatsson er drepinn með einu höggi. Einn maður úr
hópnum, sem blöskrar grimmdin, biður Kolbein unga að vægja
Þórði frænda sínum, sem var barnungur. Kolbeinn segir aðeins:
„Fór sá nú, er skaði meiri var at“ (438). Hér stendur tilgangsleysi
verknaðarins berskjaldað.
Dráp í ólgu bardaganna eru aftur á móti unnin af meiri ástríðu,
t. d. víg Sturlu Sighvatssonar á Örlygsstöðum. Sturla var örmagna
af „mæði ok blóðrás" í valnum, og mátti ekki verja sig frekar. Hann
hefur fengið grið frá einum andstæðinga sinna og bíður prestsfund-
ar, þegar Gissur Þorvaldsson, erkifjandi hans, kemur á vettvang:
Þá kom Gizurr til ok kastaði af honum [Sturlu] hlífunum ok svá stálhúf-
unni. Hann mælti: „Hér skal ek at vinna." Hann tók breiðöxi ór hendi
Þórði Valdasyni ok hjó í höfuð Sturlu vinstra megin fyrir aftan eyrat mikit
sár ok hljóp lítt í sundr. Þat segja menn þeir, er hjá váru, at Gizzurr hljóp
báðum fótum upp við, er hann hjó Sturlu, svá at loft sá milli fótanna ok
jarðarinnar. (435-6)
Hatur Gissurar kemur skýrt fram þegar hann stekkur upp og
notar alla krafta sína til að höggva óvin sinn, sem liggur nær með-
vitundarlaus við fætur hans. Vægðarleysi Gissurar Þorvaldssonar
opinberast einnig þegar hann gefur Sturlu Sighvatssyni ekki færi á
að hitta prest. Höfundurinn segir ekki skoðun sína berlega, enda
þarflaust, því frásögnin talar sínu máli og svo er í fleiri tilvikum.
V
Höfðingjar og heldri bændur eru meginpersónur Sturlungu, en
frásagnir af vígum alþýðu manna eru nokkuð á annað veg en hér