Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 177
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
171
sýnir Döblin hugsanir persóna, og virðist ekki hafa séð neina mót-
sögn í því. Hugarflaumur er eitt mest áberandi stíleinkenni ex-
pressjónisma, og það telur Sokel (bls. 169) eðlilega afleiðingu þess
að báðir straumar expressjónismans hafna því að greina milli sjálfs
sögumanns og umhverfis hans. Því renna t. d. lýsingar umhverfis
yfir í frásögn af hugsunum einhverrar persónu, án þess að á milli
komi gæsalappir, athugasemdir svo sem „hugsaði hann“ eða
eitthvað því um líkt. Jafnvel færist sagan ómerkjanlega frá því að
rekja hugsanir einnar persónu til annarrar, sjónarhornið verður á
reiki, enginn fastur punktur í sögunni. Það tengist þá enn einu ein-
kenni expressjónísks stíls, því að hvarfla milli stíltegunda.
Sérkenni þau á smásögum Halldórs Stefánssonar sem hér hefur
verið rætt um, eru flest samkvæmt huglægum expressjónisma.
Sögumaður kemur sínum sjónarmiðum mjög að, enda ræður rök-
leg framsetning ferðinni í þessum smásögum, fremur en persónu-
sköpun eða flétta, svo sem algengast var. Ekki eru sálfræðilegar
skýringar á gerðum persóna (þó á sjálfsmorði atvinnuleysingjans í
„Dauðinn á 3. hæð“), og þær verða því týpur. Reyndar finnst mér
það helsti galli sögunnar „Dauðinn á 3. hæð“, að rökleg sjónarmið
þvinga atburðarás og aðstæður, svo persónur verða strengjabrúð-
ur. I „Hinn mikli segull" ræðst söguþráður vissulega líka af for-
múlukenndri framsetningu á þjóðfélagsátökum. En þar ríkir
snerpa vegna þess hve stutt sagan er, og á yfirborðinu er margt sem
kemur á óvart, því sjónarhornið hvarflar og yfirlýst afstaða sögu-
manns er sífellt að breytast, auk stílsins. Þar kemur þá sá villigróð-
ur sem er aðal skáldskapar. Nú væri nær lagi að tala um tvö skaut
expressjónismans en tvo aðskilda flokka, og sérkennilegar, mynd-
rænar lýsingar í sögum Halldórs, einkum í „Dauðinn á 3. hæð“,
minna meira á það sem hér sagði um hlutlægan expressjónisma en
huglægan. Sama gildir um runur hliðstæðra aðalsetninga, sem að
vísu eru ekki í mörgum sögum Halldórs, og voru áður kunnar á Is-
landi, eins og fyrr segir. En þótt hann hafi þekkt þetta stíleinkenni
áður, tekur hann það upp í Berlín, og því líklegast að alkunnri
fyrirmynd þýskra expressjónista. Raunar virðast ankannalegar lík-
ingar ekki taldar sérstakt einkenni expressjónisma, en sérkennilegt
myndmál einkennir módernismann almennt, einkum súrrealisma,
eitt grundvallaratriði hans er að skáldleg mynd sé því máttugri sem