Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 161
SKÍRNIR
HALLDÓR STEFÁNSSON . . .
155
Faglærður verkamaður, málari sem stendur ekki með sinni stétt,
heldur á sérhagsmunum innan hennar, fær táknræna - og útskýrða
- útlitslýsingu:
Aldrei of marga menn í eina iðngrein, þá helst atvinnan og kaupið lækkar
ekki [...]! hinu breiða andliti með langa, flata nefinu, sem byrjar uppi und-
ir hársrótum og nær niður að munni, án nokkurs liðs eða hnúts, mátti lesa,
að engin rök ynnu á sauðþráa hans. (bls. 33)
Þessar lýsingar eru a. n. 1. „fúnksjónalar", takmarkast að mestu við
hlutverk persónanna í sögunni. Algengt var auðvitað að útlit sögu-
persóna lýsti innra manni, m.a. hjá Gesti Pálssyni og Þorgils gjall-
anda (sjá Þórð Helgason, bls. 47-8). Auk þess eru stundum drættir
sem virðast einungis vera persónuleg sérkenni, ætluð til að gæða
persónurnar lífi, svo sem að framtennurnar vantar í málarann, og
að lagastúdentinn er ljóshærður með rjóðar kinnar. Nú má vera að
þetta eigi að gera málarann fráhrindandi, en lagastúdentinn barna-
legan. Annars voru hlutlausar, sérkennandi lýsingar auðvitað al-
gengar, og venjulega meiri en hér. En stundum virðast drættir vera
umfram þetta. Það er bæði í framangreindum tilvitnunum og einn-
ig í sérkennilegri lýsingu húsvarðarins í „ Dauðinn á 3. hæð“:
gamall maður á fleti sínu, rauðeygður með strjálar tennur, gular af tóbaks-
brúkun. Ulfgrár hárlubbinn vex í þykkum þófa niður undir augu. Fætur
hans eru svo stórir og klofið stutt, að líkast er sem hann gangi á kálfunum.
(bls. 12)
Hann strunzaði um gólfið á sínum ægilegu fótum sem virtust skapaðir til
að troða allt niður í skítinn. (bls. 16)
Þessi lýsing karlsins kann að mótast af því hlutverki hans að segja
atvinnuleysingjanum að fyrirfara sér, og það skýrir fyrrnefnda við-
líkingu í lýsingu hans:
Dreptu þig þá, hengdu þig, grenjaði karlinn og stökk fram á gólfið, glóandi
af bræði. Langur, afkáralegur skuggi hans seildist eins og Ijótur sjúkdómur
upp eftir manninum, sem sat á rúmfletinu. (bls. 17)
Þó er lýsingin áberandi myndræn og sérkennileg umfram nauð-
þurftir. Eins er með fulla sjómanninn: