Skírnir - 01.04.1989, Blaðsíða 246
240
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
líta út fyrir að vera áróðursrit fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Og ekki
má gleyma því að saga eins og Njálssaga, sem Byock notar sem heimild um
málafærslu og milligöngu (sbr. t. d. bls. 132-3), lýtur lögmálum listar,
þannig að höfundur Njálu lýsir þessum atriðum kannski frjálslega, e. t. v.
oft án beinnar stoðar í raunveruleika.
Sú ákvörðun Byocks að leiða með öllu hjá sér efnahagslegar breytingar
og atvinnusögu er réttlætanleg ef fallist er á að verið sé að lýsa kerfi sem var
við lýði fram undir lok 12. aldar, áður en fáar ættir höfðu hrifsað til sín öll
völd og komu fram sem yfirstétt stórgoða og tóku ekki meira mark á regl-
um og venjum samfélagsins en þeim sýndist. Má finna að því að Byock
skuli ekki sjálfur víkja að þessum atriðum, hugsanlegum áhrifum samtíma
á Islendingasögur og efnahagslegum breytingum sem leiddu til sjálfræðis
stórgoða, eða skýra af hverju hann leiðir þau hjá sér.
Byock er líklega fyrstur fræðimanna til að draga fram málafærslu, milli-
göngu og gerðardóma sem félagslega aðferð til að viðhalda stjórnkerfi,
valdajafnvægi og tryggja frið. Hann er þeirrar skoðunar að bændur hafi
fremur kosið þessa leið en víg og ofbeldi til að leysa mál. Skýringin er sú að
þeir sáu hag sínum betur borgið með því að leita friðsamlegra leiða enda
störf þeirra í eðli sínu friðsamleg (bls. 109-11). Oðru máli hefði kannski átt
að gegna um goðana; ofbeldi gat fært þeim völd. A móti kom að goðar
héldu hver öðrum í skefjum og fáir voru þess umkomnir að gera út herlið
eða hafa á sínum snærum þjálfaða hermenn (tilv. st.). Og áhugi goða á
málafærslu og milligöngu var ekki síst fólginn í því að með þeim gátu þeir
aflað sér tekna. Byock setur á oddinn að goðar hafi átt fáa kosti til tekju-
öflunar en málafærsla í þágu bænda hafi verið ein helsta tekjulind þeirra og
goðarnir hafi verið fegnir að geta aukið tekjur sínar og þar með völd án þess
að standa í vígaferlum (bls. 165 o. áfr., 173). Málafærsla og milliganga voru
megineinkenni á þjóðveldinu að mati Byocks, allt fram á síðustu áratugi
þess og honum finnst að friðarandi hafi verið ríkjandi frá um 1000 og vilji
til samninga og sátta (sbr. t. d. orð hans um hólmgöngu bls. 69).
Gegn þessum skilningi Byocks mælir að víg og bardagar virðast hafa ver-
ið einkennandi fyrir þjóðveldið, enda blóðhefnd megineinkenni. Eftir að
íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og blóðhefnd var úr sögunni,
komst á friður. Byock telur að ófriðurinn hafi ekki orðið umtalsverður fyrr
en á síðustu áratugum þjóðveldisins, áður hafi aðeins verið einstaka víg og
smáskærur. En ég sem lesandi Sturlungu og íslendingasagna get ekki séð
annað en að hernaðarandi hafi verið ríkjandi og mönnum hafi verið mjög
tamt að láta vopnin skera úr. Samkvæmt íslendingasögum reyna menn að
fara leiðir friðar og sátta en þrautalendingin er jafnan víg, fyrirsát og bar-
dagar. Aðförin að Gunnari á Hlíðarenda og Njálsbrenna eru í fullu sam-
ræmi við það sem við þekkjum gerst á 12. öld.4 Auk aðfara og brenna er
margoft getið um rán og gripdeildir, fyrirsátir, fjölmennar setur, smáskær-
ur og víg einstakra manna bæði í íslendingasögunum og í frásögnum frá 12.
öld. Vekur þetta efasemdir um að málafærsla og milliganga hafi verið eins