Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 29
SKÍRNIR
UM SANNLEIKA OG LYGI
23
uppsker í besta falli einskonar samsömunartilfinningu. Á svipað-
an hátt og stjörnuspekingarnir skoðuðu stjörnurnar í þágu mann-
anna og með hliðsjón af gæfu þeirra og þjáningu, sýnist könnuð-
inum allur heimurinn vera tengdur manninum. Heimurinn birtist
honum sem margbrotinn endurómur hins eina frumhljóms,
mannsins, og sem fjölfölduð eftirmynd hinnar einu frummyndar,
mannsins. Aðferð könnuðarins er að mæla alla hluti út frá mann-
inum: en með því byggir hann á þeim misskilningi að trúa því að
hlutirnir blasi milliliðalaust við honum í hreinum hlutveruleika
sínum. Hann gleymir því semsagt að upprunalegu skynmynd-
hverfingarnar eru myndhverfingar og álítur þær vera hlutina
sjálfa.
Einungis með því að gleyma þessari frumstæðu veröld mynd-
hverfinganna, einungis vegna þess að heit myndakvikan, sem eitt
sinn flæddi úr ímyndunargíg mannsins, storknaði og harðnaði,
einungis sökum hinnar óbifanlegu trúar að þessi sól, þessi gluggi,
þetta borð séu sannindi í sjálfu sér, í skemmstu máli sagt: einungis
vegna þess að mannskepnan gleymir sjálfsveru sinni, listrænt
skapandi sjálfsveru sinni, býr hún við sæmilega ró, öryggi og
samkvæmni. Ef hún gæti brotist eitt einasta augnablik út fyrir
fangelsisveggi þessarar trúar væri stoðunum kippt undan „sjálfs-
vitund" hennar. Manninum reynist jafnvel örðugt að viðurkenna
fyrir sjálfum sér að skordýrið eða fuglinn skynji allt annan heim
en hann sjálfur og að spurningin, hvor skynheimurinn sé réttari,
er gjörsamlega tilgangslaus vegna þess að slíkan samanburð væri
einungis hægt að gera með mælikvarða réttrar skynjunar, mæli-
kvarða sem er ekki til. Þegar á allt er litið virðist mér hin rétta
skynjun - sem myndi þýða: fullnægjandi tjáning hlutveru í sjálfs-
veru - vera mótsagnakennd fásinna: því á milli tveggja jafn geró-
líkra sviða og sjálfsveran og hlutveran eru, ríkir ekkert samband
orsaka, vissu eða tjáningar, heldur í mesta lagi fagurfræðilegt at-
ferli og á ég þá við yfirfærslu sem ýjar varfærnislega að frum-
reynslunni og er nokkurs konar endurómur eða þýðing yfir á
gjörsamlega framandi mál. Til þess þarf hins vegar skapandi og
frjálst og uppfinningasamt millisvið og miðlunarafl. Orðið „birt-
ing“ er á margan hátt villandi og þess vegna forðast ég í lengstu
lög að nota það: því það er ekki satt að eðli hlutanna birtist í