Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 198
192
í LÝÐRÆÐI
SKÍRNIR
Þorsteinn útlistar þetta og þykir ekki gott til að vita:10
Þverstæðan kallar að minnsta kosti á að hugsaðir séu upp einhverjir fyr-
irvarar við meirihlutaræðið, einhvers konar reglur sem komi í veg fyrir
að atkvæðagreiðslur fari á þennan veg. Það er verkefni fyrir reiknimeist-
ara kosningafræðinnar að hugsa upp slíkar reglur ef þær eru ekki óhugs-
andi, og ég ætla ekki að blanda mér í þá sálma.
Hér á við að draga fram rit mitt, sem Þorsteinn vísaði til, því
að það er reyndar kynning á reglum um atkvæðagreiðslu sem
sýnast þegar til lengdar lætur leiða til þess jafnvægis, að hver og
einn verður ofan á í annað hvert skipti, og er þá líka tekið tillit til
þess hversu mikið hver og einn lætur sig einstök mál varða.* 11 Þar
ráða þeir dagskrármálinu sem bjóða fram fyrir það mest afl at-
kvæða, vitandi það að sigur í málinu veikir atkvæðaafl þeirra í
málum sem síðar koma fram. Til lengdar yrði ekki hætta á því að
nokkur hefði ástæðu til að kvarta yfir því að meirihluti tillagna,
sem hann studdi, yrði felldur, heldur fengju menn það á tilfinn-
inguna að það væri sitt á hvað, hvort menn yrðu ofan á eða undir.
Fleiri en Þorsteinn bregðast seint við nýmælum í þessum
fræðum, þess ber að geta. Arrow biðst afsökunar á því í viðbót-
arkafla sínum árið 1963, að hann hafi ekki, þegar hann samdi rit
sitt, farið ofan í sögu fræðanna. Upphafsmaður þeirra, Borda,
setti fram stutta athugasemd árið 1770, sem er glögg skilgreining
á viðkomandi og óviðkomandi kostum við val á bezta kosti. Að-
ferð hans var sú að bera saman í röð hvers þátttakanda alla kosti
tvo og tvo og gefa stig þeim sem framar er.12 Með stigagjöfinni
greinist munur á viðkomandi kosti og óviðkomandi. A bak við
slíka stigagjöf er reyndar sama hugsun og við val á bezta skák-
manni, þegar allir tefla við alla, eins og ég benti á í hinni greininni
frá sama ári („On irrelevant and infeasible alternatives") og í eldri
greinum. Ef Arrow hefði rekizt á athugasemd Borda frá 1770, er
10 Bls. 103.
11 Ritið var raunar kynnt sem frumdrög. Málið hefur síðan verið kynnt í fræði-
ritum á þremur tungumálum.
12 Björn S. Stefánsson: „Borda’s method applied. The right to make a proposal“
Quality and quantity 25 (1991), 389-92.