Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 32
26
FRIEDRICH NIETZSCHE
SKÍRNIR
skjóls undir virkisveggjunum. Enda veitir honum ekki af skjóli,
því það sækja sífellt að honum voðalegar vættir sem vega að vís-
indalegum „sannleika" hans og halda að honum „sannleikum“ af
allt öðrum toga undir ólíkustu skjaldarmerkjum.
Hvötin til að skapa myndhverfingar, þessi frumþörf mann-
skepnunnar, sem við getum ekki horft framhjá eitt andartak án
þess að missa bókstaflega sjónar á manninum, verður ekki sigruð
og varla heft þótt smíðaður sé nýr, skipulegur og fastskorðaður
heimur, áþekkur borgvirki úr hugtökunum, þessu hverfula hug-
arfóstri mannsandans. Hvötin leitar sér að nýju áhrifasvæði og
öðrum farvegi sem hún finnur í goðsögnum og í listinni yfirleitt.
Hún kemur sífellt á nýrri ringulreið í hólfum og hirslum hugtak-
anna með því að búa til nýjar tengingar, myndhverfingar og nafn-
skipti. Hún girnist stöðugt að endurmóta veröld vökunnar, skapa
úr henni litskrúðuga óreiðu, afleiðingalaust samhengisleysi og
heillandi og eilíflega nýja ásýnd áþekka heimi draumsins. I sjálfu
sér er það ekkert annað en þessi steinrunni og reglubundni hug-
takavefur sem gerir manninum það ljóst að hann er vakandi og af
sömu ástæðu telur hann sér stundum trú um að hann sé að
dreyma þegar listin slítur hugtakavefinn. Pascal7 heldur því fram
með réttu að ef okkur dreymdi sama drauminn á hverri nóttu
myndum við gefa því jafn mikinn gaum og því sem við sjáum á
hverjum degi: „Ef handverksmaður gæti verið viss um að dreyma
á hverri nóttu, tólf tíma í senn, að hann væri konungur, þá held
ég“, segir Pascal, „að hann væri alveg jafn hamingjusamur og
konungur, sem dreymdi tólf tíma á hverri nóttu að hann væri
handverksmaður.“ Það má með sanni segja að vökustundir þjóð-
ar sem lifir í goðsagnakenndri æsingu, eins og t.d. Forn-Grikkir,
líkist sökum þess síverkandi undurs sem goðsögnin gerir ráð fyr-
ir, meira draumi en vöku hins vísindalega yfirvegaða hugsuðar. Ef
trén taka að tala eins og dísir eða ef guð í nautslíki hefur á brott
7 Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, upp-
finningamaður, guðfræðingur og heimspekingur. Frægasta rit hans, Pensées
(Huganir), er samsafn tæplega eitt þúsund hugsanabrota og þanka um trúar-
heimspekileg efni, sem Pascal entist ekki aldur til að færa í endanlegan búning.
Nietzsche vitnar hér til hugunar nr. 386.