Skírnir - 01.04.1993, Page 195
SKlRNIR
BJÖRN S. STEFÁNSSON
189
ætlað að vera lágmarksskilyrði sem ákvörðun þarf að hlíta ef hún á að
vera skynsamleg. Segjum að hópur fólks velji á milli rauðvíns og hvítvíns
á veitingastað, og kjósi hvítvínið. Síðan kemst þetta fólk að raun um að
þarna er líka hægt að fá bjór, og þá skiptir það um skoðun og fær sér
rauðvín. Hér er bjórinn óviðkomandi kostur sem hefur áhrif á valið
milli rauðvíns og hvítvíns. Fjórða skilyrði Arrows er ætlað að útiloka
slíkar ástæður til ákvarðana.
Þetta sýnist Þorsteini einfalt mál. Samt hefur ekki tekizt að skil-
greina muninn á óviðkomandi kosti og viðkomandi. Arrow hefur
um meira en þrjátíu ára skeið átt kost á að lesa margs konar heila-
brot um setninguna. Hún hefur þótt svo merkileg, en samt er við-
urkennt að ekki hafi tekizt að skilgreina eitt grundvallarskilyrða
hennar, fjórða skilyrðið. Hvers konar vísindi eru það, að setning
á slíkum grundvelli skuli ekki þykja tortryggileg, heldur hafin til
skýjanna? Arrow endurbirti ritgerð sína 1963 og bætti við kafla,
en hefur þagað síðan - og þó ekki alveg.
Þorsteinn kveður þá fræðimenn til sem ekki fallist á fjórða
skilyrðið eða dragi einhvern veginn úr því. Þar nefnir hann mig
einan og vísar til handrits sem ég dreifði árið 1971. Þar minnist ég
reyndar ekki orði á setningu Arrows. Eg hafði þá nýlega kynnzt
henni. Mér gekk illa að skilja hana, en ég hélt, fyrst hún þótti
svona merkileg, að aðrir skildu hana, og vildi kunna skil á henni
til að vera samkvæmishæfur á rannsóknastofnunum kosninga og
ákvarðana, sem ég átti erindi á; sízt hvarflaði þá að mér að snúast
gegn henni. - Nær hefði Þorsteini mátt vera að nefna Arrow sjálf-
an meðal þeirra sem ekki fallast á fjórða skilyrðið eða draga úr
gildi þess. Eftir að Þorsteinn hóf kynningu þá á uppgötvunum
kosningafræðinnar, sem hann lýsir skemmtilega í formála bókar-
innar, fékk hann nefnilega í hendur vitneskju um nýjasta mat
Arrows á óviðkomandi kostum málsins. Þar var um að ræða
grein, sem í er fellt bréf Arrows, sem lýsir þar þeirri skoðun að
víst geti komið fyrir að réttmætt sé að óviðkomandi kostir ráði
vali milli tveggja kosta.5 Bréf Arrows var til mín og var svar við
5 Björn S. Stefánsson: „On irrelevant and infeasible alternatives", Quality and
quantity 25 (1991), 297-306.