Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
EFTIRLÍKIN G AR OG ÞÝÐINGAR
157
sinni leyft sér að taka beint úr íslenskunni. Nú neyðist hann oft
til að búa til nýja málshætti eða finna danskar hliðstæður; t.d.
verður ok verða þeirra ófarar þess að meiri, erþeir erufleiri sam-
an að og saa: jofler i Flok, desmeer i Flugten!
Rubow kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „Grundtvig notar
marga orðaleiki, sem að yfirbragði eru mjög danskir en lítt forn-
íslenskir" (bls. 51). Stærsti munurinn á stíl Grundtvigs og fornís-
lensku felst hins vegar í því hvernig hann tengir setningar sínar. I
forníslenskum textum eru mjög fáar samtengingar og flestar upp-
lýsingar rúmast í stökum setningum, en Grundtvig tekur nú að
nota samtengingar í auknum mæli. Hann breytir aðalsetningum í
aukasetningar (tilvísunarsetningar) í þýðingum sínum, bætir inn
samtengingunni og, og sömuleiðis fjölda smáorða eins og men,
saa, endydermere, fremdeles, altsaa, nemlig, i det mindste, rigtig
nok, dertil, imidlertid. Með þessu verður Grundtvig upphafsmað-
ur ákveðinnar stefnu, sem aðrir Danir hafa í kjölfar hans tekið
upp í þýðingum sínum úr íslensku. Um það má deila hvort um
ósið sé að ræða, eða hvort það sé að hluta til nauðsynlegt að nota
fleiri samtengingar og tengiorð á dönsku.
Annað atriði í þessari nýju stefnu Grundtvigs er leit hans að
hliðstæðum fyrir sérstök hugtök, sem hafa menningarlega þýð-
ingu: ármaður verður að Ridefoged, ógæfumaðr verður að
Ulykkesfugl, góðir bólstaðir verða að prœgtige Herregaarde. Segja
má að Grundtvig hætti að líkja eftir málfari og stíl fornsagna, og
hann útskýrir sjálfur hvers vegna:
Að segja gamla sögu á nútímamáli er eins og að drepa hana, og mér er
fullkomlega ljóst að allar eftirlíkingar af stílsmáta liðins tíma, jafnvel
þegar þær eru mjög frjálslegar, hljóta að verða óljósar og þvingaðar. I
slíkum tilvikum er besta lausnin eflaust að lesa sögurnar í upprunalegri
gerð; en þar sem ekki nema fáir hafa kost á þessu, er það von mín að
sumir geta stuðst við það sem ég hef upp á að bjóða. (Tilvitnun í Rubow,
bls. 56)
í æskuverkum Grundtvigs hættir honum til að halda sér of
nálægt textunum sem hann endursamdi eða þýddi, en í seinni
verkum hans hneigist hann til að fjarlægjast frumverkin um of.
Rubow er þess vegna mjög gagnrýninn, þegar hann ályktar: