Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 226
220
GARY AHO
SKÍRNIR
texta Hollands" (s. xii). Wawn gefur einnig stutt yfirlit yfir áhuga Breta á
íslandi frá 1400 til 1800, rekur uppruna „Islandsunnanda: Henry Hol-
land 1788-1810“ og fjallar lipurlega um íslensk stjórnmál árið 1809. Þá
lýsir hann leiðinni sem Mackenzie og félagar þræddu á þremur ferðum
sínum um suðvesturhornið sumarið 1810 og fólkinu sem á vegi þeirra
varð. Sex bókaraukar fylgja: 1) Veðurlýsingar. 2) Listi yfir prestaköll. 3)
Athugagreinar um bókmenntir og menntun (uppistaðan í fimmta kafla
Mackenzies). 4) Síða úr kirkjubók Saurbæjarsóknar frá 1805. 5) Upplýs-
ingar um verslun ásamt töflum. 6) Upplýsingar um mannfjölda árið
1801. Wawn á heiðurinn af sjöunda viðaukanum, orðskýringum við
jarðfræðiheiti. Dagbókin sjálf, skrá yfir atburði hvers dags frá apríl fram
í ágúst, var þýdd á íslensku af Steindóri Steindórssyni: Dagbók í Islands-
ferð 1810. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1960. Þar eru endurprentað-
ar í svart-hvítu tólf heilsíðumyndir úr Mackenzie, auk átján rissteikninga
úr dagbók Hollands. Steindór ritar gagnlegan inngang að þýðingunni,
neðanmálsgreinar og birtir tvo bókarauka: „Nokkur bréf, sem við koma
ferðinni“ og „Um ferð Hollands til Islands sumarið 1871 - úr ævisögu
Hollands".
Sir Henry Holland (1788-1873) hélt til náms í Edinborg 1806. Á fjöl-
breyttu áhugasviði hans lágu greinar á borð við landbúnað, norræn
fræði, jarðfræði og Iæknisfræði. Það er því vel skiljanlegt að hann hafi
ekki staðist freistinguna þegar Mackenzie bauð honum að taka þátt í
leiðangri til íslands. Rannsóknir Hollands á íslenskum sjúkdómum, sér í
lagi kúabólu, urðu snar þáttur í lokaritgerð hans í læknisfræði. Hann var
gerður að félaga í The Royal Society 1816 og skipaður læknir Viktoríu
drottningar 1837. Hann skrifaði greinar og gagnrýni um ýmis efni, þar á
meðal um Island og ferðaðist víða um heim (Dasent kallar hann „Henry
víðförla"). Hann heimsótti Island að minnsta kosti tvisvar í viðbót, síð-
ast 1871, þá áttatíu og fjögurra ára að aldri. Við það tækifæri hitti hann
annan merkan íslandsunnanda, William Morris.10
George Stewart MacKenzie. Travels in the Island of Iceland. During
the Summer of the Year 1810. Archibald Constable and Company, Ed-
inburgh 1811, xvii + 492 síður. Önnur endurskoðuð útgáfa 1812, xv +
491 síða. Ný útgáfa, endurskoðuð af höfundi. William and Robert
Chambers, Edinburgh 1842, 88 síður. Önnur útgáfa nýju útgáfunnar frá
1842 birtist 1851. í auglýsingu sem fylgdi útgáfunni 1812 segir Mac-
kenzie að þótt eftirspurnin, „innan aðeins sex mánaða frá því bókin kom
fyrst út, hafi glatt höfundinn og samferðarmenn hans [hann hefði betur
10 Um síðustu heimsókn Hollands er fjallað í bókarauka 2 sem fylgir þýðingu
Steindórs Steindórssonar frá 1960. Andrew Wawn segir frá fundi þeirra Morr-
is í inngangi sínum að bók Hollands, s. 1-3.