Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
SAGNFRÆÐIN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ
195
ur daglega á vegi hans í heimildum mergð af augljóslega sönnum
staðreyndum. Ef hann væri bara að leita að einhverjum sannleika
væri einfaldast að velja traustustu heimildarritin, birta þau holt og
bolt og afnema þannig sjálfan sig sem sagnfræðing. Það væri svo
sem í lagi, ef sagnfræðin ætti sér ekki brýnt félagslegt hlutverk
sem einhver verður að rækja.
En sagnfræðingum finnst ekki allur sannleikur jafngildur, og
því verða þeir óhjákvæmilega að velja einhver ákveðin sönn um-
mæli til að setja fram og láta önnur ósögð. Það er ekki einu sinni
mögulegt að segja allan sannleikann um neitt eitt söguefni (per-
sónu, þjóðfélag, atburð), enda reynist ekkert söguefni hafa skýr
mörk fyrr en sagnfræðingurinn setur þau. „Fræðimaðurinn leitar
[...] þeirra staðreynda sem hann telur mikilvægar, annaðhvort til
að renna stoðum undir, eða til að kippa stoðum undan þeirri til-
gátu sem hann hefur að leiðarljósi“, segir Þorsteinn (190). Þetta
felur óhjákvæmilega í sér val. I fyrsta lagi eru mögulegar tilgátur
óendanlega margar, og enginn sagnfræðingur getur komist hjá því
að velja að prófa sumar en láta aðrar ónefndar. (Ef einhver svarar
því að það eigi við öll vísindi, þá kemur það ekki málinu við, því
að ég er bara að tala um sagnfræði núna, ekki að bera hana saman
við eðlisfræði, eins og tíðast er í umræðu um þekkingarfræði
sagnfræðinnar. Eg er að vísu sannfærður um að verulegur munur
sé á sagnfræði og eðlisfræði að þessu leyti, en er ekki viss hvort
fremur á að telja hann stigsmun eða eðlis.) I öðru lagi verður
sagnfræðingurinn að velja þær staðreyndir sem hann telur mikil-
vægar, eins og Þorsteinn segir, og stendur þar frammi fyrir
flóknu vali.
Þetta val sagnfræðingsins hefur óhjákvæmilega áhrif á álit og
skoðanir viðtakenda á söguefninu sem ummæli sagnfræðingsins
fjalla um, ef viðtakendur taka mark á sagnfræðingnum á annað
borð. Sagnfræðingur gæti skrifað tvær greinar með eingöngu
sönnum ummælum um persónu þannig að lesendur annarrar
greinarinnar ályktuðu að persónan hefði verið úrvalsmaður en
lesendur hinnar væru jafnsannfærðir um að hún hefði verið úr-
hrak. Eg reyndi fyrir einum 14 árum að leysa þennan vanda, án
þess að gefa upp á bátinn kröfuna um hlutlægni eða hlutleysi
fræðigreinarinnar, og hélt því fram „að höfundur eigi að leitast