Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 218
212
GARYAHO
SKÍRNIR
Samkvæmt tveimur greinum sem Stanley birti árið 1794 var vísinda-
legur ávinningur ferðarinnar lítill.7 Líkt og Banks, greiddi Stanley veg Is-
lendinga sem áttu í vandræðum í Bretlandi. Hann aðstoðaði einnig ýmsa
Breta sem höfðu áhuga á Islandi eða unnu að ritum um ferðir sínar þar.
Grein hans um hverasvæðið við Reyki birtist í bók Mackenzie, sem síðar
verður getið. Brot úr bréfum sem hann sendi föður Barrows, ásamt ris-
steikningum sem hann gerði af Stapa og Snæfellsjökli, birtust í riti Bar-
rows. Þar birtust líka lýsingar Wrights og Benners á ferð leiðangursins á
Snæfellsjökul. Þessir kaflar voru þýddir á íslensku og birtir í Andvara
1891.
Wright, Benners og Baine héldu ekki dagbækur með útgáfu í huga.
Athugasemdir þeirra eru þar af leiðandi lítt færðar í stílinn og bera
stundum vott um óvenjulega skarpskyggni. I sameiningu draga þeir enn-
fremur upp eins konar þrívíða mynd af því sem fyrir augu ber, mynd
sem býr á köflum yfir óvenjulegri breidd og dýpt. Lítum á fyrstu við-
brögð þeirra við íslensku landslagi: Wright ræðir um „hræðileg áhrif
jarðeldanna“ og „gríðarlega klettadranga úr svörtu hrjúfu hrauni“ (s. 56).
Benners nefnir „víðuáttumiklar breiður af bræddri jarðkviku“ og „ógn-
vekjandi eyðingu [sem átti sér stað fyrir] örófi alda“ (s. 69). Baine talar
hins vegar um „óreglulegar hraunhellur með djúpum sprungum á milli.
[Hraunið] er nákvæmlega eins og sindur úr járnbræðsluofni [...] það er
oddhvasst [og] mjög óyndislegt að ganga á því“ (s. 79). Það er eftirtekt-
arvert að yngri mennirnir, sem báðir voru háskólanemar, skuli heyja sér
orð úr upphöfnum orðaforða rómantíkurinnar („hræðileg áhrif“, „víð-
áttumiklar breiður“, „ógnvekjandi eyðingu", „öróf alda“), meðan sá elsti
líkir hrauninu við sindur úr bræðsluofni og lýsir því nákvæmlega af-
hverju það er svo „óyndislegt".
Hér er annað dæmi, lýsingar á fyrstu íslendingunum sem verða á
vegi hópsins: Wright segir að einn hinna innfæddu hafi verið
svo alúðlegur að taka út úr sér tóbakstölu sem [hann] hafði verið að
tyggja og þjóða mér sem vináttuvott. Ég afþakkaði boðið samt sem
áður [...] að loknum kvöldverði kom um borð til okkar sveitaprestur
nokkur sem virtist illa haldinn af þjóðarlesti landa sinna, það er
heimskunni (s. 85).
Benners skrifar að íslendingar virðist „vera þeir heimskustu ræflar
sem ég hef fyrir hitt, þeir standa ekki jafnfætis [...] Færeyingum, né eru
7 Transactions of the Royal Society of Edinhurgh 3 (1794): „An Account of the
Hot Springs near Rykum“ [Reykir], s. 127-37; og „An Account of the Hot
Springs near Haukadal,“ s. 138-53.