Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 79
SKÍRNIR
TEXTI OG LANDSLAG
73
Þriðja aðferðin felur í sér tölvutækni. Skipta verður landinu
upp í reiti, og skrá í tölvu hæð hvers reits yfir sjávarmáli. Best
væri að hafa reitina tíu metra á kant, eða eitt hundrað fermetra
hvern. Samkvæmt Almanaki Háskóla Islands er flatarmál lands-
ins 103 000 ferkilómetrar, og mun því þurfa að skrásetja 1 030
000 000 000 reiti. Ég veit ekki hve langan tíma þetta tekur: lík-
lega hefur þegar verið fundin upp leið til að vinna slíkar upplýs-
ingar úr loftmyndum. Að öllum líkindum eru Landmælingar Is-
lands löngu byrjaðar á þessu verkefni. Þegar því er lokið, verður
hægt að kalla fram og prenta út fjallaskinskort af öllum fjöllum á
Islandi, og gefa þær út í einni bók. Ég er viss um að bókin selst
mjög vel.
4
Landslagseðli textans felst í því, að það skiptir máli í hvaða ljósi
hann er lesinn, hvaða fletir hans eru upplýstir, hverjir í skugga.
Annars staðar í þessu hefti tímaritsins er ljóðið „Hvarf“. Vita-
skuld skiptir það máli hvort ljóðið er lesið í ljósi þessarar greinar,
eða greinin lesin í ljósi ljóðsins. Er ljóðið lýsing á landslagi hug-
ans, eða fjallar það um annarlegt ástand í þjóðfélaginu? eða
möndulhalla jarðar? Og hér kemur hinn hvarleiði uppskafningur
tíminn til skjalanna. Haldi lesandi sömu lesstefnu í gegnum þetta
tímaritshefti og mörkuð er í hverri setningu, sem sagt, frá vinstri
til hægri, og takist rétt til við prentun tímaritsins, mun hann hafa
lesið Ijóðið á undan greininni - að því gefnu náttúrulega að ljóðið
liggi einhvers staðar til vinstri við greinina miðað við opna bók;
eða einhvers staðar fyrir ofan greinina þegar tímaritið liggur á
borði með forsíðuna upp; eða einhvers staðar til hægri við grein-
ina standi tímaritið skikkanlega í hillu með öðrum tímaritum, eða
bókum, eða myndsnældum; - hitt er að sjálfsögðu einnig hugsan-
legt, því náttúrulega ræður ritstjóri þessum hlutum en ekki ég, að
blaðsíðutal ljóðsins sé hærra - eða réttara sagt meira - en blað-
síðutal síðustu blaðsíðu greinarinnar, þannig að það liggi til hægri
við greinina miðað við opna bók, o.s.fr. - Tímahugtakið er óneit-
anlega þægilegt. Annaðhvort kemur ljóðið á undan í tímaritinu
og grein á eftir, eða öfugt. Og þannig er best að orða það, jafnvel