Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 244
238
GARYAHO
SKÍRNIR
myndir, önnur af ísafirði, hin af Goðafossi. Myndirnar voru gerðar eftir
teikningum G.G. Fowlers. Islensk þýðing Steindórs Steindórssonar: Is-
landsferð 1862. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1972. I stuttum
eftirmála segir Steindór að lýsingar Shepherds á íslendingum nítjándu
aldar séu einstakar í sinni röð, hann vitnar einnig í annála til staðfestingar
á að sumarið 1862 hafi verið óvenju kalt. C. W. Sheperd var kennari við
háskólann í Oxford og félagi í The Zoological Society. Hann hafði kom-
ið til íslands 1861 í fyrsta hópi fjallgöngumanna sem gerði tilraun til að
klífa Hvannadalshnjúk (sjá umfjöllun um E.T. Holland). Tindurinn var
þó ekki klifinn fyrr en 1891 (sjá Howell).
Charles H. J. Anderson. Framandi land. Dagbókarkorn úr Islands-
ferð 1863. Böðvar Kvaran bjó til útgáfu. Orn og Orlygur, Reykjavík
1984, 71 síða. Með formála, gagnlegum skýringum og grein eftir T. W.
Evans, „Leiðangur á Reykjanesskaga,“ s. 62-64. Hún birtist upphaflega í
The Alpine Journal 1 (1863), s. 247-49. Böðvar Kvaran þýddi efnið í
bókinni, en hann komst yfir eiginhandrit Andersons á Englandi 1981. I
bókinni eru sex opnur og 10 heilsíður í lit með myndum eftir Anderson.
Myndirnar „Ferjað yfir Þjórsá," „Reykjavík í vestri,“ auk myndar af
Gullfossi, eru sérstaklega góðar. Sir Charles Anderson (1804-1894) lauk
M.A.-prófi frá háskólanum í Oxford árið 1829 og tók við barónstitli af
föður sínum 1846. Hann fékkst við lögfræðistörf og fornleifagröft í
Lincolnshire og ferðaðist víða.
Töluverður fjöldi breskra „túrista“ lagði leið sína til íslands um og
eftir miðja síðustu öld. Margir þeirra sigldu með danska gufuskipinu
Arcturus sem hafði sjö daga viðdvöl á íslandi. I skipinu var káetupláss
fyrir tuttugu og sex farþega. Þeir sem aðeins höfðu áhuga á hefðbundinni
ferð og einhverri skot- eða stangveiði, sneru til baka með skipinu að viku
liðinni ásamt farmi 60 til 70 íslenskra hesta er seldir höfðu verið í breskar
kolanámur. Af þeim átta ferðamönnum sem taldir eru upp hér að framan
sneri þó Symington einn heim með næstu ferð. Hann hafði þá farið í
hefðbundna ferð að Geysi. Andersens og ferðafélagar hans héldu þangað
einnig á þeim mánuði sem þeir dvöldu á íslandi en hópurinn lagði
óvænta lykkju á leið sína til að sjá Gullfoss. Metcalfe, Baring-Gould og
Clifford höfðu áhuga á söguslóðum og skipulögðu ferðir sínar í sam-
ræmi við það. Holland og Shepherd voru ósviknir fjallgöngumenn og
landkönnuðir.
Ólíkt samferðarfólki sínu, sem þusti af stað í dæmigerða Geysisferð,
setti Forbes stefnuna í vestur og norður. Hann hafði áhuga á að rannsaka
viss svæði á Snæfellsnesi sem Bretar höfðu ekki heimsótt í hálfa öld og
fór hann víða, lagði að baki tæpa 1300 kílómetra á einum mánuði. Hann
skrifar meðal annars um franska sjómenn sem stunda veiðar á Breiða-
firði: „í.ár eru hér 269 frönsk skip [...] í áhöfnum þeirra eru samtals um
7000 sjómenn“ (s. 208). Forbes spáir því að breski flotinn muni standa
þeim franska langt að baki ef í odda skerst þar sem þessir reyndu ís-