Skírnir - 01.04.1993, Side 231
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
225
náttúruauðlind. En hér virðist vera um að kenna framtaksleysinu
sem er svo áberandi einkenni meðal Islendinga. (s. 199)
„Framtaksleysi" Islendinga er margtuggið í þessum ferðalýsingum en
ummælin um nýtingu jarðhitans sæta tíðindum. Utsjónarsemi og dugn-
aður Islendinga á þessu sviði nú á dögum hefði verið Mackenzie mjög að
skapi. Annað endurtekið minni birtist í hneykslun hans á fátækt presta-
stéttarinnar og þeirri skammsýni danskra yfirvalda að greiða þeim ekki
betri laun: „Maður hefði búist við því að áhrif presta á almenning og
virðingin sem þeir njóta réttlæti annað og meira en þessa hungurlús sem
þeir þurfa að draga fram lífið á“ (s. 102).
Ekki leið á löngu þar til önnur útgáfa af bók Mackenzies leit dagsins
ljós. Meðal markverðra breytinga var niðurfelling á kafla þar sem tekið
var undir tillögu Hookers um að ísland kæmist „í eigu Breta og yrði
talið til breskra yfirráðasvæða; þetta er eina áhrifaríka leiðin til að hjálpa
íbúum landsins" (s. 339). Þar sem Mackenzie gerir Jörgensen að blóra-
bögli í annarri útgáfunni, sleppir hann tilvísunum í Hooker sem var
hlyntur Jörgensen. Eins fellir hann niður guðræknislegar hugleiðingar
fyrstu útgáfunnar um kvenmenn sem dansa og annað þess háttar við aðra
en eiginmenn sína, athugasemdir sem lúta að „fullkomnum skorti á sið-
prýði“, eins og hann orðar það á einum stað (s. 95). Kannski hafði Mac-
kenzie gert sér grein fyrir að margir ættu eftir að lesa bókina og fundist
rétt að draga úr eða sleppa slíkum skinheilugum siðapredikunum frá eig-
in brjósti.
Henderson, 1814-15
Ebeneezer Henderson. Iceland: or the Journal of a Residence in that Is-
land During the Years 1814 and 1815. Containing Ohservations on the
Natural Phenonema, History, Literature, and Antiquities of the Island:
and the Religion, Character, Manners, and Customs of its Inhabitants.
Tvö bindi. Oliphant, Waugh and Innes, Edinburgh; Hamilton,
Hatchard, and Seeley, London 1818, lxi + 377 síður; vii + 412 síður. Þrír
bókaraukar fylgja: 1) Um þýðingar og útgáfur á Biblíunni. 2) 90 línu lof-
söngur, „Poem of Thanks from Iceland," eftir Jón Þorláksson frá Bægisá.
3) Um uppruna og sögu íslensks skáldskapar, fræðandi yfirlit þar sem
birt eru brot úr Völuspá, „Lodbrok’s Death-Song“ og nokkur hundruð
línur úr þýðingu Jóns Þorlákssonar á Paradise Lost eftir Milton. Onnur
útgáfa 1819. Hún kom út í styttri bandarískri útgáfu: Perkins and Mar-
vin, Boston 1831, xii + 252 síður, þar sem bókmenntalegum vísunum og
endursögn á predikunum og öðru þess hátta er sleppt, sem og bókarauk-
unum. Fimmtán myndir prýða bók Hendersons en þær eru gerðar eftir
teikningum hans sjálfs og Hans Frisacks. Stórt Islandskort er prentað á
opnuauka. Myndirnar „eru athyglisverðar fyrir þann skilning, sem þar