Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 254
248
GARYAHO
SKÍRNIR
texta Trollopes. í bókinni eru einnig prentaðar tvær ljósmyndir, önnur af
Reykjavíkurhöfn, hin af ferðafólkinu á hestbaki en hópurinn taldi alls
fimmtán manns. Trollope er mikill vöxtum og hvítskeggjaður og virðist
stærri en reiðskjótinn. Islensk þýðing Bjarna Guðmundssonar: Islands-
ferð Mastiffs. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1960.1 eftirmála er fjallað
um feril Trollopes og í athugasemdum gerð grein fyrir íslendingunum
sem við sögu koma. Anthony Trollope (1815-1882) var afkastamikill og
vel þekktur rithöfundur. Skipaeigandinn John Burns (síðar Inverclyde
lávarður), hluthafi í Cunard skipafélaginu, bauð Trollope með sér í sigl-
ingu á Mastiff, 840 smálesta gufuskipi með þrjátíu og fjögurra manna á-
höfn. Skipið hafði viðkomu á St. Kilda og í Færeyjum áður en það
kastaði akkerum í Reykjavík. Eftir ferð sína skrifaði Trollope einnig
greinina „Iceland," fyrir Forthnightly Review 24 (1878), s. 176-90.
William Mitchell Banks. A Narrative of the Voyage of the Argonauts
in 1880. Compiled by the Bard from the most authentic records, illu-
strated by the photographer, and intended for the amusement, edification
and everlasting glorification of the Argonauts themselves. Prentað fyrir
Argonautana, Edinburgh 1881, 134 síður. Með sextán ljósmyndum. Á
myndinni „Sunday Morning in Reykjavík Bay“ liggur tylft skipa við
akkeri á sundunum. Tvær myndanna eru af torfbæjum, annar er við Brú-
ará, hinn er við Aðalstræti. Sir William Mithcell Banks (1824-1904) var
þekktur skurðlæknir frá Liverpool. Ljósmyndarinn, Richard Caton, var
kennari við háskólann í Liverpool.
Caroline Alicia De Fonblanque. Five Weeks in Iceland. Bentley and
Sons, London 1880, vi + 180 síður.
William George Lock. Guide to Iceland. A Useful Handbook for
Travellers and Sportsmen. Utgefin af höfundi, 1881, 180 síður.
John Coles. Summer Travelling in Iceland, Being the Narrative of
Two Journeys Across the Island'by Unfrequented Routes. John Murray,
London 1882, x + 269 síður. I bókinni er prentaður kafli um Öskju eftir
E. D. Morgan. í fyrri bókarauka eru birtar þýðingar á Þórðar sögu
hreðu, Bandamanna sögu og Hrafnkells sögu Freysgoða. Eiríkur Magn-
ússon hafði „umsjón" með þessum þýðingum (sjá Morris). Síðari bókar-
aukinn, „Outfit and Expenses", geymir ráðleggingar handa ferðamönn-
um. Með nítján myndum og Islandskorti. Myndirnar eru gerðar eftir
teikningum Coles, viðfangefni þeirra eru meðal annars Þingvellir, Geysir
og Strokkur og íslenskur höfuðbúnaður. Þarna er einnig mynd af Jóni
frá Víðirkeri og konu hans og drungalegu útsýni yfir Reykjavík. Islensk
þýðing Gísla Ólafssonar: íslandsferð. Bókaútgáfan Hildur, Reykjavík
1964, önnur prentun 1988. Með inngangi eftir Harald Sigurðsson. John
Coles (1833-1910) vann við landmælingar og kenndi hagnýta stjörnu-
fræði á vegum The Royal Geographical Society. Á yngri árum var hann
sjómaður og sigldi víða. Hann barðist í Krímstríðinu og leitaði að gulli á
indíánaslóðum í Kanada.