Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 9
Gavin Lucas
FRÁ RITSTJÓRA / EDITORIAU
Nú lítur dagsins ljós fyrsta hefti af
Archaeologia Islandica, tímariti Forn-
leifastofnunar íslands. Þessu tímariti er
ætlað að vera vettvangur til birtingar á
rannsóknarskýrslum og greinum um
íslenska fornleifafræði og skyld efni.
Allt frá 1880 hefur Árbók hins ís-
lenzka fornleifafélags verið megin-
vettvangur íslenskrar fornleifafræði og
hefur gegnt mikilvægu hlutverki bæði
sem sérfræðirit á sviði vísindalegrar
fornleifafræði og ekki síður sem helsta
málgagn íslenskrar menningarsögu.
En nú er svo komið að umsvif innan
fræðanna eru að verða meiri en svo að
Árbók taki við öllu sem um þau þarf
að skrifa. Á síðustu árum hefur forn-
leifarannsóknum fjölgað mjög á Is-
landi og einkum hafa þær aukist mjög
mikið að umfangi. Þetta stóreflda
rannsóknarstarf kallar á nýjan útgáfu-
vettvang þar sem sérfræðileg umræða
getur átt sér stað.
Allt frá því á 19- öld hafa umfangs-
mestu fornleifarannsóknir á Islandi
verið gefnar út erlendis (frá sögustaða-
verki Kálunds 1877 og Forntida gárd-
ar 1943 til uppgraftarskýrslna um
Reykjavík og Herjólfsdal og eyðibýla-
rannsókna Guðrúnar Sveinbjarnardótt-
ur). Eftir því sem fjöldi og umfang
verkefnanna eykst verður mikilvægara
að skapa vettvang fyrir útgáfu á niður-
stöðum og umræðu um þær, einkum
þar sem sífellt stærri hópur fornleifa-
fræðinga, bæði íslenskra og erlendra,
vinnur nú við fornleifarannsóknir á
Islandi. Á síðustu árum hafa Árbæjar-
safn, Fornleifadeild Þjóðminjasafns og
Fornleifastofnun gefið út fjölritaðar
uppgraftarskýrslur og fornleifaskrár.
Þessar skýrslur, sem oft eru bæði vand-
aðar og geyma dýrmætar upplýsingar
um íslenska fornleifafræði, eru skýr
vísbending um skort á vettvangi fyrir
fornleifafræðilegt efni sem ekki rúmast
lengur í Árbók. Skýrslurnar eru auk
þess yfirleitt fjölritaðar í litlu upplagi
og ná því til fárra. Ef litið er til alls
þess efnis sem nú er fjölritað er ljóst að
þörf er á nýju riti til að birta þessar
gagnmerku ritsmíðar og skila þeim á
markvissan hátt í hendur lesendum,
bæði á Islandi og erlendis.
Á þeirri rúmu öld sem fornleifafræði
hefur verið stunduð á Islandi hefur
fræðigreinin tekið stakkaskiptum. I
stað athugana er tóku aðeins hluta úr
degi eru nú stundaðar rannsóknir sem
standa yfir mánuðum eða árum saman,
eða jafnvel í áratugi. Með nýjum rann-
sóknum og viðhorfum hafa rannsókn-
arskýrslur breytt um svip. I árdaga
fornleifafræði voru þær skrifaðar nán-
9