Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 10
Gavin Lucas
ast eins og sendibréf eða persónuleg
dagbók, þar sem fræðimaðurinn sagði
frá athugunum sínum, oft á lipru máli
sem öllum almenningi var unnt að til-
einka sér. Nýjar aðferðir við uppgröft
hafa leitt af sér langtum umfangsmeira
safn rannsóknargagna en áður þekktist.
Með tilkomu æ fleiri raunvísindalegra
aðferða og meiri sérhæfingar í rann-
sóknarstörfum hafa rannsóknarskýrsl-
urnar fjarlægst hinn almenna lesanda.
Jafnframt hefur alþýðlegt efni um
helstu uppgötvanir í fornleifafræði
skilið sig frá skýrslum í stíl og fram-
setningu. Bilið á milli þessara bók-
menntagreina fer vaxandi.
Viðhorf við framkvæmd rannsókn-
anna eru einnig breytt frá því sem var.
Fornleifafræðingar stunda vísindastörf
sín við óvenjulegar aðstæður: Við upp-
gröft er fornleifunum sjálfum fórnað í
þágu fræðanna. Siðfræði grafarans boð-
ar að skrá allar upplýsingar af mestu
samviskusemi, varðveita frumgögn og
birta rannsóknargögnin og niðurstöð-
ur. í þessum anda hafa íslensk stjórn-
völd frá 1990 gert fornleifafræðingum
skylt að birta uppgraftarskýrslur innan
fimm ára.
Mikil gróska er í íslenskri fornleifa-
fræði. Fjölmargar rannsóknir eru
stundaðar víða um land, fornleifafræð-
ingum fjölgar ár frá ári, og nú eru
allnokkrir þeirra komnir með dýrmæta
sérmenntun í undirgreinum fornleifa-
fræðinnar. Er það tímanna tákn að
fornleifafræðingar hafa nú stofnað með
sér félag, vettvang til að kynna afrakst-
ur rannsókna á hverju ári fyrir starfs-
systkinum sínum og fjalla um málefni
fræðigreinarinnar. Rannsóknir erlendra
vísindamanna á Islandi hafa einnig
aukist, enda er fornleifafræði alþjóðleg
vísindagrein en þær fornleifarannsókn-
ir sem birtar hafa verið á íslensku eru
erlendum vísindamönnum sem lokuð
bók. Mikilvægt er að skapa vettvang
fyrir alþjóðlega umræðu á sviði ís-
lenskrar fornleifafræði, miðla árangri
íslenskra fornleifarannsókna til hins al-
þjóðlega vísindasamfélags og skila er-
lendri umfjöllun um íslenskar forn-
leifar til Islendinga.
Ritstjórnarstefna Archaeologia Is-
landica er reist á grundvelli þeirrar
reynslu sem nú er fengin af útgáfumál-
um í íslenskri fornleifafræði og með
hliðsjón af þróun fræðigreinarinnar
síðustu áratugi á alþjóðavísu. Hér
verða birtar skýrslur, á ensku jafnt sem
íslensku, um uppgrefti, um skráningu
fornleifastaða og um aðrar rannsóknir á
fornleifum. Er Archaeologia Islandica
ætlað að stuðla að varðveislu menning-
ararfs Islendinga og eflingu íslenskra
vísinda. Viðfangsefni ritsins verða fyrst
og fremst íslenskar fornleifar og menn-
ingarsaga en einnig fornleifafræði
landanna umhverfis Norður-Atlants-
hafið að því leyti sem hún tengist ís-
lenskum rannsóknarefnum. Innihald
ritsins verður skýrslur um yfirstand-
andi rannsóknir, almennari umfjöllun
um ákveðin rannsóknarverkefni og
álitamál í íslenskri fornleifafræði, rit-
dómar og árlegt yfirlit um fornleifa-
rannsóknir á Islandi.
I þessu fyrsta hefti er yfirlitsgrein
10