Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 25
Fornleifaskráning
sagt frá. Jafnframt voru rannsóknar-
leiðangrar Bruuns síðasta framlag er-
lendra fræðimanna til almennrar forn-
leifakönnunar á Islandi um árabil. Við
tók hið nýja embætti og Forngripa-
safnið, sem síðar var nefnt Þjóðminja-
safn Islands.
Tímabilið 1907-1947
I Lögum um verndun fornmenja (nr.
40/1907) var lögfest skilgreining á
fornleifum og forngripum. Hvað forn-
leifar varðaði var hún ekki ósvipuð
þeirri sem lesa má úr spurningalista
fornleifanefndarinnar dönsku 100 ár-
um áður og hefur hún enn lítið breyst.
Nú var kveðið svo á með lögum að
fornminjavörður skyldi semja skrá yfir
allar fornleifar „sem nú eru kunnar og
honum þykir ástæða til að friða“. Var
þessum minjum síðan tryggð friðhelgi
með þinglýsingu. Með þessum lögum
var jafnframt stofnað embætti forn-
minjavarðar, sem fyrir hönd stjórnar-
ráðsins skyldi annast fornleifavörslu í
iandinu og hafa umsjón með Forn-
gripasafni Islands. Fornleifafélagið
leitaði sér nýrra viðfangsefna og sýndu
félagar skráningu örnefna nú aukinn
áhuga. Sigurður Sigurfinnsson (1913)
hreppstjóri í Vestmannaeyjum birti
blöndu af örnefnafróðleik, minjaskrán-
ingu og sögustaðahugleiðingum árið
1913 og minnti á menningarsögulegt
gildi örnefna og rústa. Hann sagði
rústir vera fremur lélegan arf til eftir-
komenda þegar litið er til þess hverju
til hafi verið kostað á sínum tíma.
Hins vegar mætti „í þessum rústa-
spegli" sjá líf og starf genginna kyn-
slóða. Björn Bjarnason (1914) bóndi í
Grafarholti í Mosfellssveit var frum-
kvöðull að því að taka saman og birta
skrá um örnefni á jörð sinni. Að vísu
birti hann skrána ekki í heild, enda
voru á henni 320 nöfn, og var einungis
prentað sýnishorn af henni ásamt
ábendingum um aðferðir og stuttri
hugvekju um tilgang skráningarinnar.
Hann vonaði að framtak hans yrði til
að bjarga örnefnunum frá glötun og
„öðrum til hvatningar”, því landið er
„örnefnum stráð“. Grein hans er merk-
ur áfangi í íslenskri vísindasögu. Björn
segir skilið við gömlu sögustaðfræðina
og telur öll örnefni, gömul og ný,
verðug þess að vera safnað og varðveitt.
I kjölfar vinnu þessara frumkvöðla að
nútímalegri örnefnaskráningu hófst
barátta Fornleifafélagsins fyrir örnefna-
söfnun á landsvísu. Samþykkt var á að-
alfundi 1918 að félagið gengist fyrir
slíkri söfnun og var leitað til alþingis
um stuðning. Á hverju ári óskaði fé-
lagið eftir þessum stuðningi án árang-
urs, þar til tíu árum síðar, á hálfrar
aldar afmæli þess 1929- Fékk félagið
síðan styrk til örnefnasöfnunar um
nokkurra ára skeið og í Árbók birtist
fjöldi örnefnaskráa. Var lagt kapp á að
flýta verkinu, því að áhyggjur manna
fóru vaxandi í hlutfalli við aukna bú-
ferlaflutninga úr sveitum í þéttbýli.
Jafnframt voru og hraðar breytingar á
atvinnuháttum og öðrum sviðum
þjóðfélagsins sem ýttu á eftir söfnun
þjóðlegs fróðleiks. I inngangi að ör-
nefnaskrá um Hvamm í Dölum gat
Magnús Friðriksson (1940, 80) þess að
25