Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 27
Fornleifaskráning
Mynd 4. Örnefna- og minjakort af Lœkjamótstúni 1948 - A map frotn 1948 showing place-names
and sites at Lœkjamót, N-lceland. Jakob H. Ltndal 1948, afrit gerði ZP nóv. 1949.
Úr Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1949-50, milli bls. 88-89.
merkar fornleifar á íslandi verndunar.
En fjöldi minja á friðlýsingarskjölun-
um var ekki meiri en sá sem finna
mátti í óprentuðum skýrslum presta
frá öndverðri 19. öld. Og bæði voru
söfnin óaðgengileg. Prestaskýrslur
voru geymdar í Kaupmannahöfn, en
engin skrá var til yfir friðlýstar minjar,
heldur einungis friðlýsingarskjölin
sjálf.
Þótt Fornleifafélagið hefði nú snúið
kröftum sínum að örnefnasöfnun fyrst
og fremst, var enn líf í minjaskráningu
áhugamanna. Oft er minja getið í ör-
nefnalýsingum, en einnig voru teknar
saman nokkrar minjaskrár yfir eyðibýli
að frumkvæði einstaklinga á fyrri hluta
aldarinnar. Þorleifur Jóhannesson
(1926; 1927) tók saman skrá yfir forn-
leifar, eyðibýli og sögustaði í Helga-
fellssveit, Þorsteinn Konráðsson
(1932) um Húnaþing, og Vigfús Guð-
mundsson (1952; 1954) um Rangár-
velli og eru þessar skrár mjög í anda
Brynjúlfs Jónssonar, með áherslu á rit-
aðar og munnlegar heimildir um eyði-
býli frekar en nákvæmar lýsingar á
minjunum sjálfum.
Friðun og skráning 1950-1970
Er Matthías Þórðarson lét af embætti
1947 hafði hann ekki farið í skráning-
arferðir í langan tíma og rúmur ára-
tugur var liðinn frá því hann bætti síð-
asta minjastaðnum við friðlýsingaskrá.
Kristján Eldjárn tók þá við embætti
þjóðminjavarðar og helgaði sig öðru
27