Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 32

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 32
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson í Eyjafjallasveit, Berufirði og Vestur- og Austurdal í Skagafirði á árunum 1980 til 1984 með sambærilegum að- ferðum (Guðrún Sveinbjarnardóttir 1989; 1992). í tilefni af útgáfu á Pap- eyjarrannsóknum Kristjáns Eldjárn (1988) tók Guðrún saman minjalýs- ingu Papeyjar árið 1987. Fyrir atbeina Þingvallanefndar skráði Guðmundur Ólafsson tóftir á Þingvöllum 1986-88 og 1990 skráði hann jafnframt minjar í Flatey á Skjálfanda. Árin 1987-8 stóðu Thomas McGovern og Thomas Amorosi fyrir skráningu mannvistar- leifa í Svalbarðshreppi og árið 1990 í Árneshreppi en þær hafa ekki komið út. Þá hafa leiðangrar verið farnir til að skrá einstaka minjaflokka. Hafa Árni Hjartarson, Hallgerður Gísladóttir og Guðmundur J. Guðmundsson (1991) gert sérstaklega vandaða skrá um manngerða hella. Höfundar þessarar greinar skráðu svonefnda dómhringa á Vesturlandi árið 1990 og meintar hof- minjar á Norðurlandi og Austurlandi árin 1991-1992 (Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson 1992). Hafa þessar rannsóknir stutt við það viðhorf að al- menn fornleifaskráning væri brýnasta viðfangsefnið í íslenskri minjavörslu. Lög um skipulagsmál og fornleifa- skráningu Þótt nær ekkert hafi verið prentað af þeim minjalýsingum sem unnar voru fyrir sveitarfélögin á áttunda og ní- unda áratugnum var allt þetta starf mikilvægur liður í þróun málaflokks- ins. Með aðferðum úr ýmsum áttum tókust skrásetjarar á við íslenskan efni- við og þreifuðu fyrir sér um tilhögun skráningar. Þeir sem helst létu sig málefnið varða leituðust einnig við að draga saman helstu rökin fyrir gildi fornleifaskráningar og háðu pólitíska baráttu fyrir efldri skráningu. Hið fjöl- breytta skráningarstarf sem unnið var á Islandi frá því er þjóðminjalög voru sett 1969 skilaði því mikilvægri reynslu sem ný löggjöf var byggð á. Með nýjum þjóðminjalögum 1989 varð grundvallarbreyting í málefnum fornleifaverndar. Var fornleifaskráning þá gerð að undanfara skipulagsvinnu og allar fornleifar friðaðar. Minjavernd- armenn renna þakklátum huga til þeirra er unnu að því að fá pólitískt gildi fornleifaskráningar lögfest. Þegar árið 1983 kynnti Guðmundur Ólafsson (1983,11-14) mótaðar hug- myndir um forsendur, markmið og framkvæmd heildarskráningar forn- leifa í landinu. Hann benti á að enginn vissi „hve margar sýnilegar fornleifar eru til í landinu” og heldur ekki hve margar eru eyðilagðar á ári hverju. Hann taldi heillavænlegast að knýja fram breytingu á þjóðminjalögum þannig að allar fornleifar væru frið- helgar og þannig yrði eyðileggingunni hamlað. En forsenda þessarar laga- breytingar væri skipuleg skráning fornleifa. Hann lagði jafnframt áherslu á að koma yrði niðurstöðu skráningar á framfæri og prenta efnið. Benti hann á að fornleifaskráning gæti orðið mikil- vægt hjálpartæki við alla skipulags- vinnu. Sagði hann fjárskort hins vegar 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Archaeologia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.