Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 33
Fornleifaskráning
hamla því að hafin væri úrvinnsla á
þeim skráningargögnum sem safnað
hafði verið og að fjárskortur væri „að-
alhemiU" fornleifaskráningar.
Staða fornleifaskráningar
Með nýjum lögum 1989 voru hin nýju
viðhorf í skráningarmálum fest í sessi.
Samkvæmt þjóðminjalögum (nr.
88/1989, sbr. lög nr. 43/1991 og lög
nr. 98/1994) eru allar fornleifar á Is-
landi friðhelgar. A þetta jafnt við um
fornleifar sem eru þekktar og sýnilegar
sem og fornar mannvistarleifar er
koma í ljós við jarðrask. Nú er jafn-
framt skylt „að fornleifaskráning fari
fram á skipulagsskyldum svæðum áður
en gengið er frá skipulagi eða endur-
skoðun þess.“ Ber jafnframt að færa
friðlýstar minjar á skipulagskort.
Með nýjum lögum var aukið við
stjórnsýslu þjóðminjavörslunnar og
tóku þjóðminjaráð og fornleifanefnd
til starfa. Fór fornleifanefnd með yfir-
stjórn fornleifavörslu og -rannsókna í
landinu frá 1990 uns hlutverki hennar
var breytt árið 1994 og takmarkað við
ráðgjöf og leyfisveitingar. Nefnd þess-
ari var ætlað að móta stefnu í fornleifa-
vörslu og rannsóknum. Var hún jafn-
framt stjórnarnefnd fornleifadeildar
Þjóðminjasafns sem var m.a. ætlað að
skrá allar þekktar fornleifar og gefa út
skrá um friðlýstar minjar. A fyrsta
fundi nefndarinnar var samþykkt að
gefa út skrá um friðlýstar fornleifar og
var Ágúst Ó. Georgsson fenginn til
verksins. Skrá hans kom út sama ár.
Við skrána var settur inngangur þar
sem rakin er þróun fornleifaverndar og
í niðurlagsorðum sendir nefndin lands-
mönnum hátíðlega áskorun: „Forn-
leifanefnd heitir á landsmenn alla, og
ekki síst Alþingi og ríkisstjórn, að
duga þeim sem eiga eftir að leggja
hönd að því mikla verki sem framund-
an er á sviði fornleifavörslu og forn-
leifarannsókna á Islandi, svo að verða
megi til gagns og sóma landi og þjóð“
(Fornleifaskrá, 8). Var þetta jafnframt
hinsta framlag nefndarinnar til þessara
mála. Þrátt fyrir að nefndin væri ábyrg
fyrir framkvæmd á því mikla verki
sem framundan var á sviði fornleifa-
skráningar var það ekki tekið á dag-
skrá. Störf nefndarinnar leystust upp í
deilur, sem háðar voru í fjölmiðlum
uns lögunum var breytt 1994 og hið
umfangsmikla hlutverk nefndarinnar
tekið af henni án þess að gert væri ráð
fyrir sérstakri forystu í málaflokknum í
staðinn. Hinar óvægu deilur höfðu
mjög neikvæð áhrif á fornleifaskrán-
ingu og stöðu fornleifafræðinga í ís-
lensku samfélagi og hafa málefni forn-
minjavörslu í landinu orðið fyrir alvar-
legum skaða af þeim. Nýtt þjóðminja-
ráð sem skipað var 1994 reyndi að taka
á þessum málaflokki með því að ráða
fornleifafræðing til starfa við Þjóð-
minjasafn til að þróa aðferðir við forn-
leifaskráningu og leggja grunninn að
átaki í fornleifaskráningu á Islandi.
Minna varð þó úr þessu starfi en vonir
stóðu til og fer nú engin fornleifa-
skráning fram á vegum safnsins. Sveit-
arfélög hafa hins vegar séð sér hag í að
kosta sjálf fornleifaskráningu, enda
kemur hún ekki einungis að notum
33