Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 47
Orri Vésteinsson
HVAÐ ER STEKKJARVEGUR EANGUR?1
This article is based on a talk given to a seminar of the Icelandic Society of
Museologists in September 1995. The goals of archaeologicai surveying are discussed
and it is argued that such surveying needs to be carefully planned to serve the many
uses survey information can be put to. Archaeological surveying is not only needed
to protect archaeological sites, but also to be the basis for the successful exhibition of
sites and for research in archaeology and culture history. This last point is dwelt on
and an example is taken of the possibility to use the size and distance from the
farmsite of stekkur (sheep-folds used to separate lambs from their mothers in spring)
as proxy indicator data for the size of pastures and the sheep-herds relying on them.
Orri Vésteinsson, Fornleifastofnun Islands, Bdrugötu 3, 101 Reykjavt'k
Keywords: archaeological surveying, cultural landscape
Allt frá því fyrir 1980 hefur töluverð
umræða verið um það meðal fornleifa-
fræðinga og safnamanna að nauðsyn-
legt sé að gera gangskör að því að skrá
fornleifar á íslandi. Töluvert hefur orð-
ið ágengt, allmargir þéttbýlisstaðir
hafa verið skráðir og nokkrar sveitir, en
skráningarstarfið hefur þó ekki náð
fullu flugi, það hefur legið niðri mörg
ár í röð og veruleg óvissa hefur ríkt um
aðferðir og þó fyrst og fremst hvernig
eigi að fjármagna þessa dýru en mikil-
vægu vinnu. Fjármögnun og þær að-
ferðir sem beitt er og þau markmið
sem reynt er að ná hanga auðvitað
saman, og snýst það fyrst og fremst
um að þær upplýsingar sem safnað er
hafi eitthvert áþreifanlegt gildi fyrir
stærri hóp en þann sem hefur atvinnu
af því að láta sér annt um menning-
arminjar. I þessari grein verður fjallað
um hvernig fornleifaskráning getur
komið að gagni við rannsóknir á
menningarsögu, en einnig verður gerð
grein fyrir helstu markmiðum forn-
leifaskráningar og fjallað um hvernig
skráningunni þarf að vera háttað til að
þær upplýsingar sem safnað er nýtist
til fulls.
Þessar hugleiðingar byggja á skrán-
ingarvinnu á vegum Fornleifastofnunar
Islands undanfarin ár, en stofnunin
1 Grein þessi er að stofni til erindi sem haldið var á farskóla safnamanna, Akureyri, 7. september 1995.
Archaeologia Islandica 1 (1998) 47-57