Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 50
Orri Vésteinsson
lýstu minjastaði í sveitinni, Búðalág
og Festarklett. Það voru hins vegar
skráðir hátt á annað hundrað minja-
staðir í Kaupangssveit og ég er ekki í
nokkrum vafa um að með því að spyrja
bændur útúr og oft á tíðum upplýsa þá
um minjastaði í landi þeirra hefur
meðvitund bænda um hvað eru forn-
leifar og hvar þær liggja verið stórauk-
in. Bændur eru auðvitað sú þjóðfélags-
stétt sem stendur fyrir hvað stórfelld-
astri eyðileggingu menningarminja, en
það er yfirleitt ekki af illgirni eða
fautaskap, heldur einfaldlega af því að
þeim hefur ekki verið leitt fyrir sjónir
að öðru fólki finnist tóftabrot og rústa-
bungur í landi þeirra merkilegar. Þeg-
ar það hefur einusinni verið gert eru
þeir langoftast reiðubúnir til að taka
tillit til minjanna og verða oft á tíðum
mjög áhugasamir um varðveislu þeirra.
A þennan hátt eflir fornleifaskráning
meðvitund um fornleifar en það er
auðvitað langódýrast og einfaldast ef
hægt er að byggja minjavörslu á áhuga
heimamanna. Það er jafnframt eðlileg-
ast því minjarnar hafa eða ættu að hafa
mest gildi fyrir þá sem næst þeim búa.
Til þess að fornleifaskráning komi að
sem mestu gagni fyrir minjavörslu
verður einnig að safna skipulega upp-
lýsingum um ástand minjastaða og um
hvaða hættu þeir kunna að vera í. Við
höfum ekki hugmynd um hversu mik-
ið af fornleifum verður uppblæstri að
bráð á ári hverju, né höfum við for-
sendur til að metá hversu skaðvænleg
áhrif stóraukin skógrækt í landinu hef-
ur á fornleifar. Ef við ætlum einhvern-
tíma að geta spornað gegn eyðilegg-
ingu fornleifa hvort heldur sem er af
völdum náttúruafla eða af mannavöld-
um verðum við að hafa aðgang að upp-
lýsingum um umfang eyðileggingar-
innar. Eg get tekið sem dæmi að það er
hæpinn málstaður á Islandi í dag að
berjast gegn skógrækt en ef við hefð-
um í höndum tölulegar upplýsingar
um hversu margir minjastaðir væru í
hættu vegna trjáræktar þá ættum við
mun auðveldara með að fá skógræktar-
fólk til taka mark á sjónarmiðum
minjavörslu.
Hér hefur verið fjallað um mikilvægi
fornleifaskráningar fyrir minjavörslu,
en þó að verndun minja sé ekki eina
markmið fornleifaskráningar þá hlýtur
hún að vera grundvallarforsenda fyrir
öllum öðrum notum - það er ekki
hægt að rannsaka minjastað eða kynna
hann fyrir ferðamönnum eftir að búið
er að setja jarðýtur á hann. Það hjálp-
ast hins vegar allt að í þessu máli, því
að efld meðvitund um fornleifar, hvort
heldur sem er með heimsóknum forn-
leifaskrásetjara, markvissri kynningu
eða rannsóknum, mun skila sér í
bættri varðveislu minjastaða.
Kynning á fornleifum er siðferðileg
skylda okkar sem erum svo lánsöm að
mega hlaupa um holt og móa í leit að
minjastöðum; okkur ber að gera þau
gögn sem við söfnum aðgengileg fyrir
almenning og það stendur einnig upp
á okkur að setja skráningarupplýsing-
arnar í menningarsögulegt samhengi
svo að þær komi að sem mestum not-
um fyrir sem flesta. Sem mögulegir
áningarstaðir ferðamanna hafa minja-
50