Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 50

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 50
Orri Vésteinsson lýstu minjastaði í sveitinni, Búðalág og Festarklett. Það voru hins vegar skráðir hátt á annað hundrað minja- staðir í Kaupangssveit og ég er ekki í nokkrum vafa um að með því að spyrja bændur útúr og oft á tíðum upplýsa þá um minjastaði í landi þeirra hefur meðvitund bænda um hvað eru forn- leifar og hvar þær liggja verið stórauk- in. Bændur eru auðvitað sú þjóðfélags- stétt sem stendur fyrir hvað stórfelld- astri eyðileggingu menningarminja, en það er yfirleitt ekki af illgirni eða fautaskap, heldur einfaldlega af því að þeim hefur ekki verið leitt fyrir sjónir að öðru fólki finnist tóftabrot og rústa- bungur í landi þeirra merkilegar. Þeg- ar það hefur einusinni verið gert eru þeir langoftast reiðubúnir til að taka tillit til minjanna og verða oft á tíðum mjög áhugasamir um varðveislu þeirra. A þennan hátt eflir fornleifaskráning meðvitund um fornleifar en það er auðvitað langódýrast og einfaldast ef hægt er að byggja minjavörslu á áhuga heimamanna. Það er jafnframt eðlileg- ast því minjarnar hafa eða ættu að hafa mest gildi fyrir þá sem næst þeim búa. Til þess að fornleifaskráning komi að sem mestu gagni fyrir minjavörslu verður einnig að safna skipulega upp- lýsingum um ástand minjastaða og um hvaða hættu þeir kunna að vera í. Við höfum ekki hugmynd um hversu mik- ið af fornleifum verður uppblæstri að bráð á ári hverju, né höfum við for- sendur til að metá hversu skaðvænleg áhrif stóraukin skógrækt í landinu hef- ur á fornleifar. Ef við ætlum einhvern- tíma að geta spornað gegn eyðilegg- ingu fornleifa hvort heldur sem er af völdum náttúruafla eða af mannavöld- um verðum við að hafa aðgang að upp- lýsingum um umfang eyðileggingar- innar. Eg get tekið sem dæmi að það er hæpinn málstaður á Islandi í dag að berjast gegn skógrækt en ef við hefð- um í höndum tölulegar upplýsingar um hversu margir minjastaðir væru í hættu vegna trjáræktar þá ættum við mun auðveldara með að fá skógræktar- fólk til taka mark á sjónarmiðum minjavörslu. Hér hefur verið fjallað um mikilvægi fornleifaskráningar fyrir minjavörslu, en þó að verndun minja sé ekki eina markmið fornleifaskráningar þá hlýtur hún að vera grundvallarforsenda fyrir öllum öðrum notum - það er ekki hægt að rannsaka minjastað eða kynna hann fyrir ferðamönnum eftir að búið er að setja jarðýtur á hann. Það hjálp- ast hins vegar allt að í þessu máli, því að efld meðvitund um fornleifar, hvort heldur sem er með heimsóknum forn- leifaskrásetjara, markvissri kynningu eða rannsóknum, mun skila sér í bættri varðveislu minjastaða. Kynning á fornleifum er siðferðileg skylda okkar sem erum svo lánsöm að mega hlaupa um holt og móa í leit að minjastöðum; okkur ber að gera þau gögn sem við söfnum aðgengileg fyrir almenning og það stendur einnig upp á okkur að setja skráningarupplýsing- arnar í menningarsögulegt samhengi svo að þær komi að sem mestum not- um fyrir sem flesta. Sem mögulegir áningarstaðir ferðamanna hafa minja- 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.