Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 51

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 51
Hvað er stekkjarvegur langur? staðir einnig efnahagslegt gildi en skipuleg og yfirgripsmikil skráningar- vinna er forsenda þess að hægt sé að velja úr heppilega minjastaði sem eru bæði áhugaverðir og þola ágang. Saga landsins og menningararfur er í sí- auknum mæli notuð sem söluvara fyrir erlenda ferðamenn og oft á tíðum er sú markaðssetning meira af vilja en mætti og stundum afar óvönduð. Ferðamála- frömuðum er tæplega neinn akkur í að kynna fortíð landsins eða ákveðinna staða á þann ófullkomna hátt sem oft er raunin, en þeir munu halda áfram á þeirri braut uns vandaðri upplýsingar eru gerðar aðgengilegar. Léleg og ó- vönduð landkynning er á góðri leið með að verða vandamál sem dregið gæti úr tekjum Islendinga af erlendum ferðamönnum, en ein af leiðunum til að hamla gegn slíkri þróun er að auka upplýsingasöfnun og þar með talið fornleifaskráningu. Skipuleg gagnasöfnun eins og forn- leifaskráning er auðvitað forsenda þess að hægt verði að stunda ýmiskonar rannsóknir. Heildstætt gagnasafn um minjastaði auðveldar mjög starf forn- leifafræðinga þegar kemur að því að finna staði sem áhugaverðir væru til að rannsaka með uppgrefti, en slíkt safn getur líka verið grundvöllur sjálf- stæðra rannsókna á þeim upplýsingum sem safnað hefur verið - og um það at- riði verður fjallað nánar hér á eftir. Við teljum yfirleitt að rannsóknir séu mik- ilvægar í sjálfum sér - að aukin þekk- ing og skilningur sé ávallt af hinu góða - en rannsóknir styðja einnig við önnur markmið fornleifaskráningar, þ.e. verndun og kynningu. Það er auð- veldara að færa rök fyrir verndun forn- leifa ef þau byggja á rannsóknum sem sýnt hafa afhverju viðkomandi minja- staður er markverður, og áhugavekj- andi kynning á minjastað grundvallast oftast á rannsóknum sem leitt hafa í ljós hlutverk viðkomandi minja og skýra menningarsögulegt samhengi þeirra. Markmið fornleifaskráningar eru því ýmis og hugsanlegir notendur þeirra gagna sem safnað er af nokkrum ólík- um gerðum og með ólíkar þarfir. Það er því mikilvægt að skipuleggja forn- leifaskráningu þannig að gögnin nýtist öllum sem best og komi að fullum notum hvort sem er við verndun, kynningu eða rannsóknir. Það er mik- ilvægt að huga vel að þessu atriði áður en farið er út í vettvangsvinnu. Vett- vangsvinnan er dýrasti þáttur skrán- ingarvinnunnar og sá sem erfiðast verður að endurtaka ef ekki tókst nógu vel í fyrstu umferð. Vegna þess hve vettvangsvinnan er dýr er hins vegar heldur ekki ráðlegt að tvístíga lengi á hverjum stað, heldur er nauðsynlegt að finna aðferðir sem tryggja skipulega en fljótvirka skráningu allra þeirra upp- lýsinga sem hægt er að sjá fyrir að komið geti að notum við verndun, kynningu eða rannsóknir á viðkom- andi minjastað. Fyrsta skrefið í þessa átt er að skil- greina fyrirfram hvaða aðferðum verð- ur beitt og láta þær upplýsingar fylgja skráningargögnunum, en með því móti er þeim sem eftir koma að minnsta kosti gefið tækifæri til að átta 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.