Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 55
Hvað er stekkjarvegur langur?
mynd af mannvirkjagerð og efnahags-
lífi á hverri jörð ef við reynum að skrá
allar mannvistarleifar sem þar eru,
hvort sem þær eru sýnilegar eða ekki.
Til þess að þær upplýsingar sem felast
í staðsetningu, gerð og hlutverki
mannvirkjaleifanna nýtist sem best
verðum við einnig að skrá upplýsingar
sem skýra samhengi minjanna. Þar er
ég kominn að hinu atriðinu sem lögð
er áhersla á við skráningu á vegum
Fornleifastofnunar en það er samhengi
minjastaðanna hvers við annan og
hvernig þeir tengjast búskaparháttum
og landnotkun almennt.
Langflestar fornminjar á Islandi
tengjast búsetu og hefðbundnum bú-
skaparháttum og bendir flest til að
mannvirkjagerð því tengd hafi verið í
nokkuð föstum skorðum lengstaf þeim
tíma sem landið hefur verið byggt.
Búseta hefur - eftir því sem við best
vitum — verið stöðug og ekki er sýni-
legt að stórfelldar breytingar hafi orðið
í skiptingu landsins í jarðir a.m.k. frá
því á hámiðöldum þegar ritheimildir
koma til sögunnar. Flestar fornleifar
hafa því orðið til í mjög fastmótuðu
samhengi og það er nauðsynlegt að
skrá upplýsingar um þetta samhengi
jafnhliða hinni eiginlegu fornleifa-
skráningu.
Með samhengi fornleifanna er átt við
byggðamynstur, skiptingu byggðar-
laga í jarðir og skiptingu jarða í býli;
einnig hagræn og náttúrufarsleg atriði
eins og staðsetningu og gæði bithaga
eða engja. Aðeins með því að gera okk-
ur grein fyrir eignarhaldi og landnotk-
un höfum við forsendur til að skilja af-
hverju hús stóðu þar sem þau stóðu,
afhverju byggð hélst á sumum stöðum
en öðrum ekki og afhverju byggð var
reynd á sumum stöðum en öðrum ekki
— en slíkar spurningar eru liður í að
skilja hvernig Islendingar lifðu af
þessu landi allar þessar aldir. Heimild-
ir um eignarhald og landnotkun eru af
ýmsum toga og ekki allar af þeirri gerð
sem fornleifafræðingar eru vanir að fást
við. Þar er um að ræða fornskjöl af
ýmsum toga og upplýsingar um gróð-
urfar og jarðveg, jafnt sem frásagnir
bænda. Einnig má nefna að sjálfsævi-
sögur hafa reynst mikilsverðar heim-
ildir í þessu samhengi — það er nánast
regla að á þriðju eða fjórðu síðu í
sjálfsævisögum fólks sem fætt er um
eða fyrir síðustu aldamót er sagt frá
hvar höfundur sat yfir ám, hvernig
háttað var fráfærum og upplýsingar
um kúahaga og grasatekju fljóta
einnig oft með. Þegar slíkar upplýs-
ingar hafa verið færðar inn á kort fara
strax að skýrast staðsetningar mann-
virkja sem áður virtist óskiljanlega
dritað niður um holt og móa. Þegar
aflað hefur verið upplýsinga um slík
mynstur yfir heil landsvæði höfum við
í höndunum gögn sem gera okkur
kleift að rannsaka hvað fólst í mismun-
andi landgæðum og hvernig þau höfðu
áhrif á lífsafkomu fólks. Slíkar rann-
sóknir myndu hjálpa okkur til að
skilja efnahag og efnahagsþróun á síð-
ustu öldum en af þeim mætti líka
draga almennar ályktanir um samband
landgæða og efnahags og nota þær sem
líkön til að skilja betur efnahag á
fyrstu öldum Islandsbyggðar.
55