Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 56
Orri Vésteinsson
Það er nauðsynlegt að hafa stóra
drauma, en það er enn langt í land að
við höfum í höndunum nægilega stórt
gagnasafn til að gera rannsóknir sem
þessar. I Eyjafirði hafa aðeins verið
skráðar um 50 jarðir á þeim forsend-
um sem hér hefur verið lýst. Byggt er
á jarðaskiptingu eins og hún er í
Jarðatali Johnsens frá 1847 þar sem
taldar eru um 5600 jarðir á landinu
öllu og því lætur nærri að skráðar hafi
verið um 1% jarða á Islandi2. Urtakið
er lítið og enn er ekki farið að vinna
úr þeim gögnum sem þó hefur verið
safnað nema einföldustu grunnupp-
lýsingar um staðsetningu og hlutverk.
A þeim grunni má þó gera ýmsar á-
hugaverðar athuganir og verður hér í
lokin gerð grein fyrir lítilli tölfræði-
legri úttekt sem gerð var á lengd
stekkjarvegar.
Eg er fæddur svo seint á 20. öld að
hið litla sem ég veit um sveitalíf og
gamla búskaparhætti hef ég þurft að
læra af öðrum, og mest af bókum, eft-
ir að ég komst á fullorðinsár. Það er
ekki óskaplega langt síðan ég gerði
mér grein fyrir til hvers stekkir voru
hafðir eða hver væri munurinn á þeim
og kvíum. Þó mér hafi nú loksins
skilist hlutverk þessara mannvirkja
hefur lengdareiningin stekkjarvegur
valdið mér heilabrotum. Eg velti því
til að mynda fyrir mér hvort tilvist
þessa hugtaks væri vísbending um
eitthvert aðdáunarvert samræmi í
mannvirkjagerð eða hvort það væri
einhver einföld og augljós ástæða fyrir
því að vegalengdin milli bæjar og
stekkjar væri yfirleitt svipuð. Nú
[1995] er þekkt staðsetning 43
stekkja á 49 jörðum í Eyjafjarðarsveit
og þar af eru 37 enn sýnilegir — á
tveimur jörðum eru fleiri en einn
stekkur. Tekin hafa verið hnit á öllum
þessum stöðum og einnig þeim stöð-
um þar sem bæjarhús stóðu áður og
því var auðvelt að reikna út vega-
lengdina á milli þessara staða. Yfir-
leitt er augljóst hvaða bæ stekkur til-
heyrði eða til eru góðar heimildir um
það en í fjórum tilfellum kom sér vel
að hafa glöggvað sig á gömlum landa-
merkjum því að landspildur höfðu
verið seldar til næsta bæjar og stekkj-
arstæðin með og hefði það vitanlega
valdið ruglingi við útreikninginn ef
ekki hefði verið tekið tillit til þess.
Stekkjarvegur í utanverðri Eyjafjarð-
arsveit reyndist mjög mislangur,
stystur var hann 213 metrar en
lengstur 1276 metrar. Meðaltalið var
575 metrar en tíðustu gildin voru í
kringum 400 metrana og virðist það
sennilegasta nálgunin á þeirri vega-
lengd sem hugtakið stekkjarvegur fel-
ur í sér. Líklegast er auðvitað að hug-
takið hafi verið eins og mörg önnur
vegalengdarhugtök í gamla landbún-
aðarsamfélaginu verulega teygjanlegt
og ekki átt að vera mikið nákvæmara
en að vera lengra en fjósvegur en
styttra en bæjarleið.
Þetta teljast varla menningarsögu-
leg stórtíðindi en þetta minnir okkur
á að fornleifaskráning getur hjálpað
2 Þannig stóðu málin haustið 1995, en þá var aðeins tveimur skráningaráföngum lokið, en í ágúst 1998 hafði
verið lokið við að skrá 263 jarðir eða tæp 5% af þeim jörðum sem taldar eru í Jarðatali Johnsens.
56