Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 64

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 64
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson byggir í raun á takmörkuðum upplýs- ingum um aldur og gerð minjanna sjálfra. Þrátt fyrir að rannsóknin 1908 hafi verið mjög umfangsmikil fundust engar vísbendingar um aldur hússins eða helgihald þar, hvorki innan dyra né utan. Sú hugmynd að minjarnar séu frá 10. öld eða eldri byggði fyrst og fremst á munnmælum 19. aldar auk þess sem gerð byggingarinnar, einfald- ur skáli með sveigðum langveggjum þótti hafa almenn líkindi með betur tímasettum víkingaaldarhúsum á Norðurlöndum. Hvorki Bruun né Oi- sen grófu fram fundi er vörpuðu ljósi á aldur minjanna. Annað athyglisvert einkenni á fræði- legri umfjöllun um Hofstaði er að gjarnan er talið að allar sýnilegar minj- ar þar séu frá sama tíma og hafi verið í notkun samtímis. Er vert að hugleiða í þessu samhengi, að þótt kenning Ol- sens um hofbæi hafi notið mikils fylg- is, er í raun nær ófært að færa á hana sönnur eða hrekja hana með aðferðum fornleifafræðinnar. Þó byggir hún að verulegu leyti á rannsókn hans á gryfj- unni sunnan við stóru tóftina á Hof- stöðum. Þessi rannsókn var mjög um- fangslítil og gekk Olsen út frá því sem vísu að gryfjan og skálinn stóri væru frá sama tíma, án þess að hann hefði nokkra heimild fyrir því. Þessar gloppur í Hofstaðafræðum leiddu til þess að við hófum undirbún- ing að nýjum rannsóknum. Þó að hofa- rannsóknir í anda Sigurðar Vigfússonar hafi ekki átt sér stað síðan um síðustu aldamót eru athuganir þær sem Sig- urður og fleiri gerðu á meintum minj- um um heiðið helgihald á seinni hluta 19- aldar ennþá stór hluti af þekkingu okkar á minjastöðum frá miðöldum. Fjöldi slíkra staða var friðlýstur á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar og hafa hofafræði nítjándu aldar manna þannig haldið áfram að hafa áhrif á íslenska fornleifafræði löngu eftir að hætt var að leggja trúnað á að staðir þessir væru raunverulega hof. Sumurin 1991 og 1992 var gerð könn- un á meintum hofminjum á Norður- og Austurlandi og voru allir þeir staðir sem bendlaðir höfðu verið við heiðið helgihald á því svæði skoðaðir og þar sem tóftir voru sýnilegar voru þær mældar upp og gerðar af þeim teikn- ingar. Niðurstaðan af þeirri könnun var í stuttu máli sú að gerðfræði tófta sem taldar hafa verið hof er afar mis- munandi og er sýnt að örnefni og forn- leifaskýringar eru meginástæða þess að fornar byggingaleifar hafa verið bendl- aðar við heiðið helgihald. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að til hafi verið byggingar með einhver sérstök einkenni sem geta mætti til að hefðu verið notaðar við helgiathafnir. Eins og Daniel Bruun á undan okkur fannst okkur mest um vert að fá úr því skorið hvers eðlis stóra skálatóftin á Hofstöð- um væri. Beindist athygli okkar fyrst og fremst að aldri minjanna, tímasetn- ingu þeirra innbyrðis og ekki síst að holunni dularfullu sunnan við aðaltóft- ina. Rannsóknir 1991 -1995 Við upphaf rannsóknanna 1991 var gerður nákvæmur uppdráttur af yfir- 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.