Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 66
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
villst að holan var grafin í lok 9- aldar,
og að hætt var að nota hana talsvert
löngu fyrir 1100.
Er fyrri könnunarskurðir voru
hreinsaðir kom í ljós að þeir náðu ekki
niður í botn holunnar, heldur hafði
uppgrefti verið hætt er ruslalögum
sleppti og komið var niður í lag sem
fyrri rannsakendur töldu vera óhreyfð-
an jarðveg. Undir þessu lagi, sem án
efa er lag af hrundu torfi, var komið
niður á gólflag. Er ljóst að hér er fund-
ið jarðhús, sem fyllst hefur af rusli er
notkun þess lauk. Einnig kom fram að
efsta ruslalagið, sem yfir holunni lá,
nær út fyrir hana og dreifist víða. Er
það t.a.m. undir viðbyggingu (D) sem
stóð við suðvesturhorn skálans. Hefur
því a.m.k. hluti þeirra bygginga sem
tilheyrðu skálanum ekki verið reistur
fyrr en jarðhúsið hafði lokið sínu upp-
haflega hlutverki, hrunið saman, og
orðið sneisafullt af rusli.
Hefur aldur og hlutverk holunnar nú
verið staðfest, en gerð hennar og bygg-
ing verður ekki skýrð nema með um-
fangsmeiri rannsóknum. I heild var
niðurstaðan þessi: grafið var fyrir jarð-
húsi á Hofstöðum í lok 9- aldar, en
skáli og viðbyggingar við hann reistar
á 10. og 11. öld. Jarðhúsið var fullt af
úrgangi frá 10. öld sem hefur annað
hvort komið frá skálanum eða annari
og eldri byggingu.
Framvinda landnáms á íslandi
Rannsóknarniðurstöður áranna 1991-
1995 kölluðu á frekari athuganir á
þessum minjum. Auk þess sem fram
voru komnar nýjar upplýsingar um
aldur og fyrra hlutverk mannvistarleif-
anna, var einnig ljóst að rannsóknar-
staðurinn væri mjög heppilegur til
rannsókna á þróun og vexti íslensks
fornbýlis frá um 880 til 1100. Bæði
eru á Hofstöðum óvenjuskýr skil milli
byggingarstiga sem gera kleift að rekja
breytingar á afkomu og búsetuháttum
stig af stigi á vel afmörkuðu tímabili
og eins eru þar mjög góð varðveislu-
skilyrði fyrir bein, en ljóst var að ruslið
sem fyllti jarðhýsið myndi geyma
miklar upplýsingar um mataræði og
búnaðarhætti Hofstaðamanna á 10.
öld. Var því ákveðið að ráðast í rann-
sóknir á framvindu landnáms á íslandi
á grundvelli uppgraftar á Hofstöðum
og heildarskráningar fornleifa í Skúru-
staðahreppi. Það verk hófst 1996, en
áður en því verður lýst nánar er rétt að
víkja stuttlega að stöðu landnámsrann-
sókna í íslenskri fornleifafræði.
Helsta einkenni á landnámsrann-
sóknum íslenskra fornleifafræðinga
hefur verið hálfgerð þráhyggja um það
hvenær landið var numið. Hefur nær
öll landnámsumfjöllun síðustu áratuga
snúist um þetta, auk þess sem settar
hafa verið fram ýmsar tilgátur um
uppruna landnámsmanna. Aldur land-
náms og uppruni landnámsmanna eru
í okkar huga heldur óáhugaverð við-
fangsefni í sjálfum sér. Bæði hníga öll
rök að því (og hafa alltaf gert) að Is-
land hafi verið numið af fólki af nor-
rænum uppruna á seinni hluta 9- aldar
og eins er tímasetningin sjálf og upp-
runasvæði þeirra einstaklinga sem
hingað sigldu upplýsingar sem hafa
66