Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 67
Hofstaðir I' mývatnssveit - Yfirlit 1991-1997
frekar lítið sögulegt vægi hjá því að
reyna að skilja hvernig fólkið komst til
Islands og hvernig því reiddi af, hvern-
ig það skipti landsins gæðum og
hvernig það kom sér upp þeirri samfé-
lagsskipan sem við þekkjum úr sagna-
ritum hámiðalda. Þar að auki má segja
að þegar kominn er skilningur á sam-
félagsgerð landnámsaldar, þá séu fyrst
komnar forsendur til að velta vöngum
yfir nákvæmri tímasetningu land-
námsins og upprunasvæðum land-
námsmanna. Athyglisvert er að lítill
áhugi hefur verið á að nýta vitnisburð
fornleifafræðinnar til að auka þekk-
ingu á fyrstu öldum byggðar á Islandi.
Það er þó forsögulegt tímabil og ekk-
ert um það vitað annað en óljósar sagn-
ir eftir fræðimönnum og skáldum há-
og síðmiðalda.
Framvinda búsetunnar fyrsru aldirn-
ar hefur ekki verið rannsökuð til þessa
og engar ritaðar samtímaheimildir eru
til um upphaf byggðar á Islandi.
Nokkrar yngri heimildir geyma stutt-
ar frásagnir af komu landnema og hvar
þeir tóku sér bólfestu. Fyrir utan áhöld
um sannfræði þessara heimilda eru lýs-
ingarnar of knappar og innihaldslitlar
til að af þeim megi draga ályktanir um
framvindu mála fyrstu aldirnar. Eru
heimildir fornleifafræðinnar því væn-
legri efniviður, en til þess þarf að finna
hentugan rannsóknarstað.
Heppilegar aðstæður til rannsókna á
upphafssögu byggðar eru sjaldgæfar.
Oftast hefur verið búið lengi á sama
stað, og þegar hús og garðar hafa verið
byggð á leifum eldri húsa, hverfur brot
úr sögu staðarins í rótinu sem því fylg-
ir. Grafa þarf upp mannvistarleifar
þúsund ára byggðar áður en komið er
niður á elstu bæjarhúsin, ef eitthvað er
þá eftir af þeim sem er rannsóknar
virði. Stundum hafa bæir verið fluttir
af upphaflegu bæjarstæði og þar hafa
því ekki hlaðist upp bæjarhólar ofan á
elstu byggðarminjarnar, en tóftir
frumbýlinganna geta verið horfnar í
völlinn eða verið sléttaðar á jarðabóta-
öld. Mögulegir rannsóknarstaðir eru
því ekki margir, og þó að þeir finnist
er ekki alltaf víst að aðstæður séu
þannig að álykta megi mikið um þró-
un byggðarinnar eða breytingar á bú-
setuháttum.
Gerðar ) afa verið nokkrar fornbýla-
rannsóknir sem veita mikilsverða inn-
sýn í einstaka þætti landnámssögunn-
ar, einkum húsagerð. Elstu hús á Is-
landi eru talin hafa verið skálar með
sömu lögun og þeir sem fundist hafa
víða um norðanverða Evrópu og heyra
til járnaldar, þ.e. aflöng hús, gjarnan
með lítillega bogadregnum langveggj-
um. Talið er að síðar hafi verið bætt
herbergjum við aðalskálann. Ekki hef-
ur þetta verið staðfest, en stakir skálar
með þessu lagi hafa fundist í Hvítár-
holti og Isleifsstöðum og samskonar
skálabyggingar með viðbótum hafa
fundist í Skallakoti, á Grelutóttum og
Granastöðum.
Ekki eru öll kurl komin til grafar í
íslenskri húságerðarsögu og varasamt
að draga miklar ályktanir um þróun
torfhúsa út frá þeim fáu rannsóknum
sem gerðar hafa verið. A mörgum þess-
ara staða hafa aðstæður ekki leyft að
grafið væri í meira en eitt byggingar-
67