Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 68
Adolf Fíuðriksson & Orri Vésteinsson
stig eða að hægt væri að greina á milli
misgamalla byggingaleifa. Þó má geta
þess að þegar rannsókn var gerð á forn-
um húsatóftum í Gjáskógum í Þjórsár-
dal árið 1960 komu fram leifar af lítilli
byggingu undir húsunum. Taldi
Kristján Eldjárn (1961,41; 1974, 126-
127) mögulegt að nýbýlingurinn hafi
fyrst búið í þessu húsi áður en bærinn
var byggður. Síðar kom í ljós að þetta
var í raun jarðhús, áður óþekkt húsa-
tegund forn, sem ekki voru borin
kennsl á fyrr en við rannsóknir í Hvít-
árholti nokkrum árum síðar en þar
komu í ljós fimm lítil jarðhús við
skálana. Samskonar niðurgrafin hús
hafa síðan fundist við forna skála á
Grelutóttum og Granastöðum, og
undir elstu byggingaleifum á Stóru-
borg.
Ekki hefur verið leitast við að rekja
þróunarsögu þessara fornu býla í sam-
hengi við almenna byggðasögu eða
rannsóknir á menningarsögulegu og
vistfræðilegu umhverfi þeirra. Slíkar
rannsóknir krefjast öllu rækilegri at-
hugana en hingað til hafa tíðkast hér-
lendis. Grundvöllurinn að slíkum at-
hugunum á Hofstöðum eru góð varð-
veisluskilyrði á staðnum og skýr lag-
skipting sem gefur möguleika á að
skoða þróun búsetunnar á afmörkuðu
tímabili. A Hofstöðum eru fornleifarn-
ar í óvenju góðu ásigkomulagi. Það
helgast fyrst og fremst af því að ekki
hefur verið byggt á staðnum aftur á
seinni öldum en veggja- og gólfleifar
eru líka vel varðveittar og fremur auð-
velt að lesa úr jarðlagaskipan hvernig
efni, bæði mannvistarleifar og fokjarð-
vegur hefur hlaðist upp í aldanna rás.
Mörgum spurningum um þróun bú-
setu í upphafi byggðar er enn ósvarað,
en rannsókn á Hofstöðum gæti leitt
megindrætti hennar í ljós. Þegar hefur
verið staðfest að þar er að finna leifar
jarðhúss frá lokum 9- aldar, þar er og
afarstór skáli frá 10.-11. öld og þar eru
ókannaðar byggingaleifar frá 10. öld.
Þessar vísbendingar heimila strax að
dregin sé upp mynd af upphafi og þró-
un bæjarins á víkingaöld: í fyrstu gera
landnemar eða fyrstu ábúendur sér nið-
urgrafinn bráðabirgðabústað, en fljót-
lega er byggð stærri og varanlegri
íbúðarbygging. Lokastig þessarar þró-
unar er afarstór eldaskáli með viðbygg-
ingum sem ber vitni um ríkidæmi og
stórhug Hofstaðamanna. Af óþekktum
orsökum fellur hann úr notkun en síð-
ar hefur verið byggð þar sem nú er að
finna bæjarhólinn og meinta bænhús-
tóft við heimreiðina að Hofstöðum.
Osvarað er enn hvort bærinn var flutt-
ur þangað þegar stóri skálinn lagðist
af, hvort þar hafi verið annar skáli
samtíða hinum sem varð ofaná í sam-
keppninni eða hvort staðurinn lagðist
alveg í eyði þegar stóri skálinn var tek-
inn ofan og byggð hafi síðan hafist á
bæjarhólnum miklu seinna.
Til að skýra þessi ferli öll þarf fleira
að koma til en rannsóknir á húsaleifum
eingöngu. Nauðsynlegt er að fella
rannsóknir á Hofstaðaminjum inn í
menningarsögu og vistfræði Mývatns-
sveitar. Um plöntusamfélag og dýralíf
í Mývatnsveit fyrr og nú eru til marg-
víslegar upplýsingar, enda hafa rann-
sóknir á náttúrufari óvíða verið jafn
68