Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 68

Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 68
Adolf Fíuðriksson & Orri Vésteinsson stig eða að hægt væri að greina á milli misgamalla byggingaleifa. Þó má geta þess að þegar rannsókn var gerð á forn- um húsatóftum í Gjáskógum í Þjórsár- dal árið 1960 komu fram leifar af lítilli byggingu undir húsunum. Taldi Kristján Eldjárn (1961,41; 1974, 126- 127) mögulegt að nýbýlingurinn hafi fyrst búið í þessu húsi áður en bærinn var byggður. Síðar kom í ljós að þetta var í raun jarðhús, áður óþekkt húsa- tegund forn, sem ekki voru borin kennsl á fyrr en við rannsóknir í Hvít- árholti nokkrum árum síðar en þar komu í ljós fimm lítil jarðhús við skálana. Samskonar niðurgrafin hús hafa síðan fundist við forna skála á Grelutóttum og Granastöðum, og undir elstu byggingaleifum á Stóru- borg. Ekki hefur verið leitast við að rekja þróunarsögu þessara fornu býla í sam- hengi við almenna byggðasögu eða rannsóknir á menningarsögulegu og vistfræðilegu umhverfi þeirra. Slíkar rannsóknir krefjast öllu rækilegri at- hugana en hingað til hafa tíðkast hér- lendis. Grundvöllurinn að slíkum at- hugunum á Hofstöðum eru góð varð- veisluskilyrði á staðnum og skýr lag- skipting sem gefur möguleika á að skoða þróun búsetunnar á afmörkuðu tímabili. A Hofstöðum eru fornleifarn- ar í óvenju góðu ásigkomulagi. Það helgast fyrst og fremst af því að ekki hefur verið byggt á staðnum aftur á seinni öldum en veggja- og gólfleifar eru líka vel varðveittar og fremur auð- velt að lesa úr jarðlagaskipan hvernig efni, bæði mannvistarleifar og fokjarð- vegur hefur hlaðist upp í aldanna rás. Mörgum spurningum um þróun bú- setu í upphafi byggðar er enn ósvarað, en rannsókn á Hofstöðum gæti leitt megindrætti hennar í ljós. Þegar hefur verið staðfest að þar er að finna leifar jarðhúss frá lokum 9- aldar, þar er og afarstór skáli frá 10.-11. öld og þar eru ókannaðar byggingaleifar frá 10. öld. Þessar vísbendingar heimila strax að dregin sé upp mynd af upphafi og þró- un bæjarins á víkingaöld: í fyrstu gera landnemar eða fyrstu ábúendur sér nið- urgrafinn bráðabirgðabústað, en fljót- lega er byggð stærri og varanlegri íbúðarbygging. Lokastig þessarar þró- unar er afarstór eldaskáli með viðbygg- ingum sem ber vitni um ríkidæmi og stórhug Hofstaðamanna. Af óþekktum orsökum fellur hann úr notkun en síð- ar hefur verið byggð þar sem nú er að finna bæjarhólinn og meinta bænhús- tóft við heimreiðina að Hofstöðum. Osvarað er enn hvort bærinn var flutt- ur þangað þegar stóri skálinn lagðist af, hvort þar hafi verið annar skáli samtíða hinum sem varð ofaná í sam- keppninni eða hvort staðurinn lagðist alveg í eyði þegar stóri skálinn var tek- inn ofan og byggð hafi síðan hafist á bæjarhólnum miklu seinna. Til að skýra þessi ferli öll þarf fleira að koma til en rannsóknir á húsaleifum eingöngu. Nauðsynlegt er að fella rannsóknir á Hofstaðaminjum inn í menningarsögu og vistfræði Mývatns- sveitar. Um plöntusamfélag og dýralíf í Mývatnsveit fyrr og nú eru til marg- víslegar upplýsingar, enda hafa rann- sóknir á náttúrufari óvíða verið jafn 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Archaeologia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Archaeologia Islandica
https://timarit.is/publication/1160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.