Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 70
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
suðurgafli. Sýnt er að D-1 hefur verið
lengi í notkun, það hefur verið endur-
byggt og breytt um hlutverk en óljóst
er að hversu miklu leyti byggingin var
í notkun á sama tíma og skálinn.
Niðurstöður úr jarðvegsathugunum,
sem geta varpað ljósi á fyrra hlutverk
þessa húss, liggja ekki fyrir enn sem
komið er. Einnig hafa verið tekin jarð-
vegssýni til efnagreiningar og örform-
gerðargreiningar í því augnamiði að
leita vísbendinga um byggingarsögu
staðarins í heild, þ.e. samhengi jarð-
húss, skála og annarra bygginga, og fá
almennar upplýsingar um byggingar-
tækni, efnisfræði torfs, efnisaðflutn-
inga og eldsneytisbrennslu. Verður því
unnt að rannsaka hvernig jarðefni hafa
hlaðist upp og myndunarsaga rústa-
svæðisins þannig rakin. Er það í fyrsta
sinni hér á landi að leitast er við að
greina í frumþætti samsetningu jarð-
efna í torfveggjum og gólfskánum.
Mannvistarleifar við norðvesturhorn skála
(svceði E)
Við uppgröftinn 1997 kom í ljós að
við norðvesturhluta skálans eru leifar
tveggja húsa, E-1 og E-2. E-1 er áfast
skálaveggnum, en ekki er fullljóst
hvort það hefur verið reist á sama tíma
og hann. Húsið er aflangt, 5-6 m langt
og 3-4 m breitt að utanmáli, með
veggjum hlöðnum úr streng og stefnir
í vestnorðvestur frá skálanum. Skammt
vestan við þetta hús kom í ljós annað,
nánast ferhyrnt hús, E-2, u.þ.b. 5 m
langt og 4 m breitt. Veggir eru úr
torfi, en innan við vesturvegg er jafn-
framt gróf hleðsla úr fremur stórum
steinum. Dyr eru á miðjum vestur-
vegg. E-2 er eina byggingin á rann-
sóknarsvæðinu sem ekki hefur verið
raskað við fyrri rannsóknir.
Jarðhús sunnan skála (svceði G)
Rannsókn á sjálfu jarðhúsinu er ekki
enn hafin því uppgrefti á ruslalögum
yfir því er ekki lokið. Nú hefur helm-
ingur fyllingarinnar verið hreinsaður
upp. I lögunum kom fram mikið af
beinum sem fyrr og eru þau vel varð-
veitt. Fundist hafa bein úr kindum,
geitum, nautgripum, hestum, svínum,
sjávar- og vatnafiskum, fuglum sem og
eggjaskurn og skeljar og þar að auki
húsamús og kattarbein sem er það
fyrsta sem komið hefur í Ijós í forn-
leifauppgrefti á íslandi. Athygli vakti
að í einu laginu fannst töluvert af
beinum úr unglömbum, kiðlingum,
kálfum og grísum og þar voru einnig
eggjaskurnir. Er ljóst frá hvaða tíma
árs það lag er og er spennandi að eygja
þar möguleika á að skoða árstíðabund-
in sérkenni ruslalaganna, en þetta gef-
ur jafnframt til kynna að fyllingin í
jarðhúsinu geti verið tilkomin við
nokkrar vorhreingerningar. Auk líf-
rænu leifanna hafa fundist járnnaglar
og járnbrot, brýni og nokkrir smáhlut-
ir aðrir, sem fæstir gefa vísbendingu
um aldur eða aðrar afgerandi upplýs-
ingar. Fundasafnið er í heild í sam-
ræmi við þá efnislegu fátækt sem ein-
kennir íslenskar miðaldaleifar. Þó
fannst einfaldur kambur með skreyt-
ingum í yngsta ruslalaginu. Undan
ruslalögunum hafa torflög komið æ
betur í ljós. Svo virðist sem hið meinta
70