Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 71
Hofstaðir í mývatnssveit - Yfirlit 1991-1997
jarðhús hafí verið ferhyrnt, 6-7 m á
hvorn veg, en ekki er hægt að skera úr
um stærð hússins að svo stöddu, enda
hylja ruslalögin enn stóran hluta þess.
Garðlög og gerði
Arið 1997 voru gerðar minniháttar at-
huganir á gerðinu í brekkunni sunnan
við jarðhúsið og á fornu garðlagi ofan
við bæjarstæðið.
I ljós kom að veggurinn í gerðinu,
þ.e. í hinni svokölluðu hestarétt, er
ævaforn, tvíhlaðinn garður og grafinn
hefur verið skurður utanmeð honum.
Hleðslurnar eru eldri en H-1104/58,
en ekki er Ijóst til hvers gerðið var
notað.
Leifar af fornu garðlagi eru umhverf-
is bæinn og túnið. Það nær frá Laxá
sunnan við bæinn, upp í brekkuna
ofan við og síðan alllangt í norður áður
en það beygir aftur niður að Laxá.
Gerð var lítilsháttar athugun á garð-
laginu og í ljós kom að það er torfhlað-
ið með smágrjóti ofan á torfinu.
Gjóskulagaathugun leiddi í ljós að
þessar hleðslur eru a.m.k. eldri en „a”
gjóskan frá um 1477. Þörf er á frekari
athugunum á þessu mannvirki.
Niðurlag
Það hefur verið dýrmæt reynsla að
vinna að uppgrefti á íslenskum minj-
um með jafnfjölbreyttum aðferðum og
í góðum hópi reyndra sérfræðinga á
ólíkum sviðum. Er ljóst að innan tíðar
verður unnt að varpa ljósi á marga
þætti forníslenskrar húsagerðar, land-
náms, landbúnaðar, veiða og lífsaf-
komu á fyrstu öldum byggðar á ís-
landi.
Afrakstur síðustu ára hefur skilað
breyttri heildarmynd af Hofstaðaminj-
um. Þar er að finna mikilsverðan vitn-
isburð um upphaf og þróun íslensks
býlis frá um 880 til 1100. Elstu
þekktu minjarnar eru leifar af jarðhúsi
frá 9- öld. Yngstu minjarnar eru leifar
af afar stórum skála með viðbygging-
um frá 10. og 11. öld. Skálinn skiptist
ekki í tvö hólf einvörðungu, heldur er
einnig hliðarherbergi á vesturlangvegg
og tvö minni hús vestan hans.
Þær efnahagslegu forsendur sem
liggja að baki því að á ofanverðri vík-
ingaöld var reistur risastór skáli á þess-
um hjalla efst í Laxárdal eru enn á
huldu. Innan skamms mun þó hafa
safnast nægilegur efniviður til að fínna
svör við þeirri spurningu. Markmið
rannsókna á Hofstöðum er að rekja
framvindu búsetu fyrstu aldir Islands-
sögunnar. Leitast er við að afla nýrra
heimilda með aðferðum fornleifafræði
og fornvistfræði til að rekja sögu
byggðar frá landnámi til loka 11. ald-
ar. Spurt er: hvernig húsakost gerðu
landnemar sér í upphafi, hvernig
breyttist hann og í hverju fólst aðlög-
un afkomenda þeirra; hvernig var nýt-
ingu auðlinda háttað í umhverfi Hof-
staða til eldiviðar, húsagerðar og smíða
á gripum; hvaða breytingar urðu á
notkun á heimafengnu efni í tímans
rás; hvert var viðurværið, hvaða breyt-
ingar urðu á mataræði og lífsafkomu;
voru veiðar mjög mikilvægar í hlut-
falli við afrakstur búfénaðar; hvaða
áherslur voru í búfjárrækt; hvaða varn-
71