Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 78
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
Fyrri rannsóknir og lýsingar
Brynjúlfur Jónsson (1901,12-13, upp-
dr. V) kom að Hofstöðum árið 1900
og lýsir þá fyrstur manna byggingar-
leifum norðarlega á vesturhlið aðaltóft-
arinnar. Hann telur sig sjá þar tóft, 10
til 11 faðma langa: „Norðurgafl henn-
ar, þvers frá langveggnum er vel
glöggur, en vesturhliðveggurinn er
mjög óglöggur. Gæti ég trúað að þar
hafi verið þil.” A uppdrættinum er
sýndur veggur sem gengur þvert á
vesturvegg aðaltóftarinnar og til vest-
urs frá honum. I samanburði við lýs-
inguna virðist Brynjúlfur eingöngu
hafa treyst sér til að teikna norðurvegg
þessarar tóftar, en ekki vesturgafl
hennar eða suðurvegg.
Lýsing Bruuns á yfirborði þessa
svæðis er ekki ítarleg. A uppdráttum
sýnir hann að í vestur frá tóftinni er
um 7-8 metra breiður hryggur sem
gengur um 10 metra í vestur eða vest-
norðvestur frá langvegg aðaltóftarinn-
ar. Er Bruun og Finnur hófu uppgröft-
inn árið 1908 var grafið innan úr tóft-
inni allri og nokkrir könnunarskurðir
sunnan og vestan hennar. Verður nú
því, sem þeir fundu og varðar helst
uppgröftinn 1992, lýst í tveimur hlut-
um, annars vegar norðurhluta svæðis-
ins innan tóftar (AB) og hins vegar
svæðinu (E) vestan hennar. Fylgt er
einkennisstöfum þeim sem Bruun og
Finnur gáfu einstökum uppgraftar-
svæðum á Hofstöðum: AB er skálatóft-
in sjálf en þeir töldu að henni hefði
verið skipt í tvennt með timburþili og
fékk hvor hluti sinn bókstaf. C er her-
bergið við norðurenda skálans sem þeir
töldu hafa verið goðastúku. D er óljós
bygging vestan við skálann sunnan til.
E er mannvistarleifar vestan við skál-
ann norðantil. G er holan sunnan við
skálann en aðrir bókstafir voru gefnir
einstökum könnunarholum (F) og um-
búnaði í skálanum, s.s. dyrum (P) og
gryfjum (L).
Aðaltóftin (AB)
Bruun og Finnur hófu uppgröftinn
norðarlega í aðaltóftinni og var torf
vandlega skorið í ferhyrnda hnausa og
fjarlægt, enda hugðust þeir tyrfa yfir
svæðið að rannsókn lokinni. Veggir
voru ekki grafnir burtu, heldur var lát-
ið nægja að grafa frá þeim og niður að
gólfí. Einungis var grafið í gegnum
veggi þar sem búast mátti við dyrum
eða ljóst var að þær var að finna.
Veggir. Langveggir aðaltóftarinnar
(AB) hafa nær eingöngu verið gerðir úr
torfi og sáust klömbruhnausar og
strengir í þeim. A þeim stöðum, sem
grafið var í gegnum veggi, sást að
þykkt þeirra var 1,75 m og telja
Bruun og Finnur það vera meðaltals-
þykkt veggjanna með hliðsjón af því
sem sjá mátti á yfirborði. Hæðin var
um 0,70 - 0,95 m, en ekki treystu þeir
sér til að segja til um upphaflega
veggjahæð, enda hefðu veggir sigið
saman. Stungu þeir Bruun upp á að
veggirnir hefðu sigið saman sem nem-
ur um þriðjungi upphaflegrar hæðar.
Hafa þeir þá verið um 1,25 m á hæð,
sem samsvarar um 5 klömbrulögum,
eða 4 lögum með klömbruhnausum og
strengjum neðst og efst. Virtist mega
78