Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 79
Fornleifarannsóknir A Hofstöðum 1991-1992
sjá hér og hvar að þannig hefðu vegg-
irnir verið gerðir.
Engir steinar voru í veggjum að inn-
anverðu. Efrir innri brún endilangri
var steinaröð, sem ekki var óslitin,
heldur lágu þar stakir steinar með
stuttu millibili. I skýrslunni segir að á
aðeins einum stað hafi fundist sams-
konar steinaröð við ytri brún veggjar,
en það var þar sem veggurinn var rof-
inn við mannvirki D. Þar var vega-
lengdin á milli steina við innri brún
og þeirrar ytri um 1,75 m. Töldu graf-
ararnir þetta staðfesta hver upphafleg
breidd veggja hússins hefði verið.
Grunnflötur aðaltóftarinnar var ekki
alveg rétthyrndur, heldur dragast lang-
veggirnir örlítið saman til beggja enda.
Þessi lögun sást ekki á yfirborði, heldur
kom hún í Ijós þegar grafnar höfðu ver-
ið fram steinaraðirnar meðfram lang-
veggjunum. Engan eiginlegan torfvegg
var að sjá á suðurgafli, en þar var um
0,20 m hár pallur sem þeir Bruun
töldu sömu gerðar og þeir sökklar sem
þeir segja oft vera að finna undir timb-
urveggjum. Ekki kemur fram hvort
þessi pallur hafi verið úr torfi, en innan
við báða langveggi var hlaðinn torf-
bekkur, sem var um 0,25-0,35 m hærri
en gólfflöturinn í miðju skálans. Bekk-
urinn eða pallurinn náði frá steinaröð-
inni við torfvegginn og að innri steina-
röð sem er heldur óreglulegri en sú sem
er upp við vegginn. Steinarnir í báðum
röðunum voru hraungrjót af mismun-
andi stærð, allt að 0,35 m háir. Pallur-
inn var um 1,25-1,50 m breiður og
náði eftir endilöngum langveggjum, en
sást ekki við gaflana.
Dyr. Einu dyrnar (P) á aðaltóftinni
sem fundust 1908 voru norðarlega á
austurvegg og vísa beint upp í brekk-
una. Voru þær 1,10-1,20 m á breidd.
Verður það að teljast sérkennilegur
staður fyrir aðaldyr.
Gólf. Gólfið í skálanum var sem lá-
réttur flötur út frá pöllunum meðfram
veggjunum, en eftir endilangri miðju
skálans var gólfið enn lægra. I miðj-
unni var kolalag, um 1,75 m breitt og
mest um 0,25 m á þykkt. Beggja
vegna fundust á gólfinu stakir steinar,
sem voru í svipaðri fjarlægð frá miðju
skálans, og voru þeir taldir hafa verið
undirstöðusteinar fyrir stoðir sem á-
samt stoðaröð við veggina báru þakið
uppi. Bruun og Finnur telja marga
stoðarsteinanna nú vanta, en ráða megi
af líkum að stoðirnar hafi verið með
um 5 til 6 metra millibili og því alls
um 6 til 7 hvoru megin.
Hola L. Við vesturvegg skálans, á
móts við eða skammt norðan E, fannst
skálarlaga hola, sem var um 0,80 - 1,0
m í þvermál og allt að 0,80 m djúp. í
holunni fundust trjákol, en engin
dýrabein. I gryfjunni fannst jafnframt
einn eldsmerktur steinn og við brún
hennar var hrúga af slíkum steinum.
SvceSi E. Á þessu svæði er ávalur
hryggur eða bunga sem snýr A-V, nán-
ast hornrétt á vesturvegg skála, en
lækkar, verður flatari og sveigir ögn til
norðurs við vesturendann. Eins og áður
er getið, taldi Brynjúlfur Jónsson sig
sjá tóft sem var um 10-11 faðma löng
og þótti norðurveggur hennar glöggur.
Arið 1908 var grafinn aflangur skurð-
ur frá skálavegg og langsum í gegnum
79