Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 86
Adolf Friðriksson & Orri Yésteinsson
Mynd 4. Grunnmynd og sniS skurðar - Plan and section of the test trench. Teikning / Drawing: Gavin Lucas,
FSÍ.
gólflög. Yngra lagið (C28a) er um 0,1
til 2 sm á þykkt, fínkornótt, einsleitt
en ekki mjög hart. Það er mjög svart,
en sjá má gráleita slikju hér og þar. I
gólfinu fundust hvorki forngripir né
bein. Undir gólflaginu var eldra gólf
(C28b), svipað að þykkt, einnig eins-
leitt, en þurrara og harðara.
Sumstaðar milli C28a og b er allt að
3 sm þykkt moldarlag, blandað H3, en
á öðrum stöðum ná lögin saman. Und-
ir neðra gólflaginu er ýmist hreyfð
ljósbrún mold með rauðri slikju og H3
blettum, eða H3 gjóskan eingöngu.
Ljóslega hefur gólf hússins verið niður-
grafið. Undir gólflaginu komu í ljós
nokkrar litlar holur. Þær eru mjög á-
þekkar að dýpt og lögun, um 8-10 sm
í þvermál og 15-30 sm djúpar. Gólf
C28b liggur beint ofan á sumum
þeirra. Ómögulegt er að ákveða hvort
þær eru náttúrulegar eða manngerðar.
Ekki sást vottur af kolum, viðarleifum,
röskuðum jarðlögum eða öðru er gæti
staðfest að þar hafi mannshönd komið
nærri. Hafi þær verið gerðar af mönn-
um, er ekki ljóst hvaða tilgangi þær
þjónuðu. Þær gætu verið stoðarholur,
en nauðsynlegt væri að opna stærra
svæði til að kanna hvort þar leynist
fleiri holur og þá hvaða stefnu þær
hafa.
Svœði E
í skurði frá 1908 á svæði E horfir
nokkuð öðruvísi við en annarsstaðar á
svæðinu. Þar er meira að sjá af jarðvegi
og mannvistarlögum sem ekki var
raskað við fyrri rannsóknir, en lýsing
86