Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 87
Fornleifarannsóknir A Hofstöðum 1991-1992
og túlkun á þeim er þeim takmörkum
háð að rannsóknin var nær eingöngu
bundin við að skoða þau í sniði. Þetta
snið var jafnframt ekki samfeilt, því að
grafið hafði verið til norðurs í vestur-
enda skurðarins 1908, og nokkrar hol-
ur grafnar í stálið þar austan við. Engu
að síður komu fram nokkrar athyglis-
verðar vísbendingar um byggingar-
sögu svæðisins.
Yfir þeim hluta svæðisins sem ekki
var hreyft við 1908 liggja jarðlögin
(Cl, C35) sem eru yngri en mannvist-
arleifarnar, en ofan í skurðinum frá
1908 var fyllingin (C2) frá uppgreftin-
um. Undir áfokslögum sáust leifar af
hrundum torfvegg (C1034) sem eru
eldri en þykka torflagið (C1015). í
fyrstu töldum við þetta geta verið
hrun eða leifar af vesturvegg aðaltóft-
arinnar, en síðar kom í ljós að þetta eru
leifar af útbyggingu, sem virðist áföst
skálavegg en liggur nokkurn veginn
þvert á aðaltóftarvegginn, þ.e. í A-V
stefnu (sbr. Howell Roberts 1997).
Þótt lagið innihaldi mikið torf var
erfitt að gera sér ljósa grein fyrir því,
þar sem því hafði verið spillt á tveimur
stöðum í sniðinu við uppgröftinn
1908.
Þegar skurðurinn var lengdur um
rúman metra til vesturs kom í ljós
torfveggur (C40). Hann virðist útflatt-
ur og torfið er með rauðum og svört-
um röndum. I því má sjá landnámslag-
ið. Liggur hann neðar en veggjahrunið
vestan við, en þar sem jarðlagasam-
hengið í sniðinu er rofið af raski frá
1908 varð ekki skorið úr með fullri
vissu hvort þarna væru eldri bygginga-
leifar. Upp að veggnum austan megin
liggur grátt ruslalag (C36) með viðar-
kolum og töluvert miklu af beinum.
Landnámslagið liggur óhreyft undir
öðrum minjum vestan skálans, en hef-
ur verið grafið burtu að hluta. Skammt
yfir landnámslaginu í vesturenda
skurðarins liggur gráleitt lag (C1004),
með kolaflekkjum og móösku í. Virð-
ist það vera elstu ummerki um manna-
vist á þessum slóðum, en yfir því og
undir torfhruni voru fleiri mannvistar-
lög (Cll, Cl, C13) og þar á meðal eitt
(C10) sem var í botni skurðar þeirra
Bruuns og sást aðeins sunnanmegin í
skurðinum og því ekki í sniði. Það
gæti verið leifar gólfs í útbyggingunni
sem skurðurinn liggur í gegnum.
Neðarlega í skurðinum, nær vestur-
enda, komu fram nokkrir steinar á
tveimur stöðum. Ekki er að sjá að þeir
hafi verið hluti af hleðslu og er hugs-
anlegt að þeir steinar sem eru nær
miðju skurðarins hafi verið hreyfðir við
rannsóknina 1908. Þeir steinar sem
hafa gengið inn undir norðurbrún
skurðar E hins vegar, hafa ekki verið
hreyfðir. Ekki er óhugsandi að þessir
steinar hafi haft einhverju hlutverki að
gegna, enda fannst lítið af steinum í
skurðinum. En þar sem uppgraftar-
svæðið var takmarkað er ekki vert að
álykta frekar um þessi eða önnur um-
merki sem komu fram í skurðinum.
Hér verður ekki gefin nákvæmari út-
listun á mannvistarleifum í E að sinni
þar sem fullnaðarskilningur á þeim
fékkst ekki við skurðgröftinn 1992 og
frekari rannsókn stendur yfir (sbr. Ro-
berts 1997) og eru því líkur á að sam-
87