Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Side 93
Fornleifarannsóknir á Hofstöðum 1995
svæðinu öllu. Með nýrri rannsókn
1995 var þess freistað að ganga úr
skugga um eðli og aldur gryfjunnar
sunnan skálans, en um hlutverk henn-
ar hafa lengi verið skiptar skoðanir.
I skýrslunni er greint frá markmiðum
og aðferðum við rannsóknina, sagt frá
gangi uppgraftarins og mannvistarleif-
um lýst. I lokakafla skýrslunnar eru
teknar saman helstu niðurstöður upp-
graftarins og þær settar í samhengi við
rannsóknarsögu staðarins.
Fyrri rannsóknir á gryfju sunnan
skálatóftar
Um hlutverk, aldur og gerð gryfjunnar
við Hofstaðatóftina hefur talsvert verið
ritað. Hafa fræðimenn ekki verið á
einu máli. Gryfjan hefur öðlast fræði-
legt mikilvægi vegna ágreinings um
sannfræði Islendingasagna, samspil
fornleifa og ritheimilda, en sérstaklega
hefur hún þótt hafa þýðingu sem
heimild um heiðið helgihald.
Fyrstu skráðu yfirborðsathuganir á
staðnum gerðu Kristian Kálund (1879)
árið 1873, Daniel Bruun (1897) árið
1896 og Brynjúlfur Jónsson (1901)
árið 1900. I frásögnum þeirra kemur
fram að hin afarstóra tóft í túnjaðri á
Hofstöðum hafi verið hof. Að auki var
hringlaga tóft sunnan við stóru tóftina,
sem álitin var standa í sambandi við
skálatóftina stóru. Árið 1908 gerðu
Daniel Bruun og Finnur Jónsson
(1909) umfangsmiklar rannsóknir á
þessum minjum og komust að þeirri
niðurstöðu að tóftin stóra væri hof frá
víkingaöld.
Um hlutverk iitlu hringtóftarinar
sunnan við hofið komu ekki fram skýr-
ar vísbendingar. Samkvæmt mæling-
um þeirra Bruuns er hún 9 metrum
sunnan við stóru tóftina. Er henni lýst
sem sporöskjulaga gerði, 6,70 metra
löngu (N-S) og 5,75 metra breiðu (A-
V). Veggur gerðisins var 30-40 sm hár
og 70 sm breiður að meðaltali. Botn
tóftarinnar var talsvert lægri en landið
umhverfis. Nam dýptin allt að einum
metra, mælt frá efstu veggjarbrún. I
rannsóknarskýrslu eða frumgögnum er
ekki að finna lýsingu á hvernig þessi
tóft var grafin upp að öðru leyti en því
að rist var ofan af henni allri og grafið
niður á lag með ösku og kolum sem
fyllti tóftina alla að innan. Síðan grófu
þeir Bruun einn skurð langsum eftir
miðri tóft og niður á botn, og annan
þverskurð út frá langskurðinum. Ljós-
myndir, frumuppdrættir sem og prent-
aðar teikningar sýna að langskurðurinn
hafði stefnuna NV-SA, en þverskurð-
urinn var hornréttur á hann og grafinn
í gegnum vestari helminginn. I ljós
kom að þetta mannvirki var ekki tóft
af húsi, sem reist hefur verið á jafn-
sléttu, heldur reyndist það vera niður-
grafið, með veggjarhleðslum á brún-
um. Töldu þeir Bruun mestu dýpt hol-
unnar vera 1,80 metra miðað við
veggjarbrúnir, þ.e. um 1,50 metra
undir túnfletinum.
Holan reyndist vera full af ösku, við-
arkolum, dýrabeinum og fremur smá-
um eldsmerktum steinum. Steinarnir
voru hraungrýti, sömu tegundar og
fundist höfðu í soðholum inni í stóru
tóftinni. Ruslalagið var þykkast í
93