Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Page 94
Adolf Friðriksson & Orri Vésteinsson
Mynd 1. Tákning Bruuns af gryfjunni „G” sunnan skálatóftarinnar - Bruun'splan of Pit „G” south of the
hall ruin. Nationalmuseet Kóbenhavn.
miðju, um 50 sm, en um 35 sm við
vegg gryfjunnar. Að mati þeirra Bru-
uns og Finns minnti fyllingin í hol-
unni helst á ruslahauga, sem þá voru
við flesta íslenska bæi. Að vísu fundust
langtum fleiri steinar en venjulegt er í
haugum og þeim þótti reglulegt form
gryfjunnar einnig vera óvenjulegt. Að
auki var venjan að kasta rusli úr ís-
lenskum bæjarhúsum út á hlað fremur
en ofan í þar til gerðar gryfjur. Þeir
stungu upp á að úrgangi frá hofinu
hefði verið fleygt ofan í gryfjuna að
blótveislum loknum og er sýnt að
þeim þótti sú tenging einna helst geta
skýrt hinn veglega umbúnað sem rusl-
inu hafði verið fenginn. Þeir leituðu
vísbendinga um hvort sjálf gryfjan
hefði verið notuð við matseld, en
fundu engin slík ummerki.
Undir miðja 20. öld kom fram gagn-
rýni á niðurstöður Bruuns og Finns.
Aage Roussell (1943,215-223) benti á
að hoftóftin svokallaða hefði sömu lög-
un og leifar bústaða frá járnöld á Norð-
urlöndum. Hún væri því í raun afar
svipuð venjulegum skálum, sem reistir
voru víða á víkingaöld, og áhöldin sem
fundust hafi verið fremur hversdagsleg
amboð. Því væri það vafamál hvort um
minjar um heiðið helgihald væri að
ræða, fremur en venjulegar búsetu-
minjar. Olaf Olsen (1966) tók þessa
gagnrýni upp í doktorsriti sínu Hprg,
hov og kirke. Hann taldi þó að finna
mætti vísbendingar um helgihald til
forna á Hofstöðum. Olsen lagði til að
helgiathafnir hefðu farið fram á bæjum
höfðingja, fremur en í sérstaklega þar
til gerðum húsum. Grundvöllurinn að
þessari kenningu er gryfjan sunnan
skálatóftarinnar, sem til þessa hafði lít-
illar athygli notið í fræðilegri umfjöll-
un um hofirt. Arið 1965 gerði Olsen
94