Archaeologia Islandica - 01.01.1998, Síða 107
Fornleifarannsóknir A Hofstöðum 1995
það óslitið að viðbyggingu við suðvest-
urhorn skálans og undir suðurvegg
hennar. Hefur viðbygging skálans því
ekki verið reist fyrr en löngu eftir að
jarðhúsið féll saman, því það var þegar
orðið sneisafullt af rusli. Ekki er ljóst
hvort viðbyggingin er jafngömul skál-
anum. Ef skálinn og viðbyggingar
hans eru yngri en efsta ruslalagið í
jarðhúsinu, mun ekkert af ruslinu
komið þaðan.
Þessar niðurstöður kollvarpa fyrri
hugmyndum um gryfjuna við Hof-
staði. Daniel Bruun og Finnur Jónsson
töldu að gryfjan hafi verið grafin til að
henda í hana rusli. Þeir gátu ekki út-
skýrt hversvegna menn hafi haft svo
mikið við að grafa holu fyrir rusl og
hlaða um hana veggi. Hefðu þeir graf-
ið ögn dýpra hefðu þeir mjög líklega
lent niður í gólflaginu og öðrum
mannvistarleifum sem þar kunna að
leynast. Olaf Olsen rannsakaði eitt
sniða holunnar og taldi hana helst vera
soðholu, enda er hún full af úrgangi úr
slíkum holum og öðrum eldstæðum.
Olsen túlkaði lagið undir ruslalögun-
um sem óhreyfðan jarðveg, en það lag
er ljóslega hrunið torflileðsluefni.
Rannsóknin 1995 innan gryfjunnar
náði ekki út fyrir takmörk fyrri rann-
sókna og byggir því á sama efniviði og
fyrri athuganir, en túlkun jarðlaganna
hefur leitt til nýrrar niðurstöðu.
Til þessa hafa rannsakendur og aðrir
fræðimenn, sem um Hofstaðaminjar
hafa fjaliað, talið skála og gryfju hafa
verið í notkun á sama tíma. Hafa Bru-
un, Finnur og Olsen verið sannfærðir
um þetta atriði og ekki talið nauðsyn-
legt að grafa á milli skála og gryfju til
að leita af sér grun um sambandið.
Jafnvel hefur um nokkurt skeið verið
talið að hægt væri að nota samhengi
gryfju og skála, eins og það var álitið
vera á Hofstöðum, sem vísbendingu
um staði þar sem heiðnar helgiathafnir
fóru fram. Hugmyndin er sú að afar-
stórar soðholur sem finnast hjá rúm-
góðum skálum sýni að þar hafi verið
höfðingjar sem staðið hafi fyrir fjöl-
mennum blótveislum. Með athugun á
afstöðu gryfju og skála ásamt viðbygg-
ingum var ekki unnt að staðfesta að
þessi mannvirki væru frá sama tíma og
skilja þar jafnvel nokkrar kynslóðir á-
búenda á milli. Hugmyndir um afar-
stórar soðholur fyrir matseld í blót-
veislum eða jafnvel fórnarathafnir eru
því haldiitlar og verða ekki byggðar á
gögnum frá Hofstöðum í Mývatns-
sveit.
Auk þeirra svara sem fengist hafa við
beinum fræðilegum spurningum, stað-
festir árangur Hofstaðarannsóknarinn-
ar gildi enduruppgraftar. A þetta eink-
um við endurskoðun á rannsóknum
sem gerðar voru áður en íslenskir forn-
leifafræðingar gátu notið ávinnings af
aldursákvörðun mannvistarleifa með
aðferðum jarðfræðinnar.
I ljósi rannsóknarniðurstaðna 1995
var ákveðið að halda áfram rannsókn-
um á Hofstöðum. Ekki var hreyft við
úrgangi í jarðhúsinu 1995, enda liggur
þar dýrmætur forði menningarsögu-
legra upplýsinga, s.s. um mataræði og
eldsneytisnotkun Mývetninga á 9- og
10. öld. Upplýsingar sem þessar eru
lykill að umfangsmeiri rannsóknum á
107